Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1914, Blaðsíða 13

Ægir - 01.02.1914, Blaðsíða 13
ÆGIR 25 um slíkt. Meining min er að eins, að rita nokkrar smáleiðbeiningar tyrir unga menn, sem hafa valið sjer siglingar (sjó- mennsku) fyrir atvinnugrein í lifinu, og ætla eða hafa unnið sig áfram til yfir- manns um borð í skipi. Naumast er nokkur lífsstaða til, sem krefur jafn fjöl- brotna þekkingu til ýmsra hluta, sem skipstjórastaðan. Það er ekki nóg með að hann þurfi að hafa þekkingu á öllu þvi, sem innibindsti orðunum sjómenska og siglingafræði, heldur verður hann að hafa þekkingu á fylsta hátt á drift þeirri, sem hann er hluttakandi í, og ekki nóg með það, heldur verður hann auk mikl- um hluta sins lands laga (farmannalag- anna) að vera kunnur miklum hlula laga og samþykta þeirra landa sem starf hans nær til. Hann verður að vera kaupsýslumaður og lögfræðingur og að nokkru leyti verk- fræðingur og læknir. Hann verður að þekkja töluvert til ýmsra handiðna, svo sem seglasaums-, trjesmiða-, húsgagna-, málara- og járnsmíðaiðnaðar o. fl. Auð- vitað þarf 'nann enginn fullnumi að vera i neíndum handiðnum, en svo mikla þekkingu verður hann að hafa á þeim, að hann geti dæmt um vinnu á þeim, og sagt fyrir hvernig best og auðveldast er að vinna verkið, með fullkomnu til- liti til varanlegleika, útsjónar, tjárhags og krafa tímans, sem hann lifir á. Af þessu sjest glögt, að þetta er engin ljettvæg staða fyrir þann mann, sem upp- fyllir hana viðunanlega svo hann geti áunnið sjer fult traust og virðingu allra viðkomandi. En svo er maðurinn, frá því hann var byrjandi sem óbrotin sjó- maður, búinn að gegnum ganga mikinn skóla, eftir að hann er búinn að vinna sig áfram tii skipstjóra og vinna í þeirri stöðu nokkurn tíma, eins vel og honum ber að ljúka því starfi, og hafi hann hagnjdt vel tímann bæði á sjó og landi, og svo í uppeldinu notið góðrar ment- unar má ætla hann frama og dugnarað- mann. Það er þó ekki svo sjaldgæft að skip- stjórar hafa hlotið vandasama stöðu í landi og þeir sumir gegnt þeim stöðum, sem sannir sómamenn. Dæmi eru til þess að skipstjórar eða stýrimenn hafi sagt fyrir um vinnu, sem dugnaðar sjerfræðingar þeirra greina hafa undrast og lokið lofsorði yfir. Hjá löndum vor- um eru auðvitað fá eða engin slik dæmi mjer vitandi. sem eðlilegt er, þareð þeir eru ungir, til þess að gera, á siglinga- brautinni, en erlendis eru þó ekki svo fá slík dæmi, sem hér yrði oflangt mál í þessu stulta riti að fram telja. Eina og aðalskilyrð hvers manns er, til þess hann verði sómamaður í stöðu sinni, að hann skilji þá ábyrgð og þær skyldur, sem eru samfara stöðu hans, og getur enginn skipstjóri eða stýrimað- ur orðið dugnaðar- og heiðursmaður i stöðu sinni, nema hann hafi glöggan skilning á skyldum þeim og ábyrgð, sem á honum hvíla. Skyldur stýrimannsins eru svo margar að oflangt mundi verða að telja þærall- ar hjer upp, og heldur ekki mín ællun. Jeg ætla að eins að minnast með fáum orðum hinna helstu, sem nauðsynlegt er fyrir hann að setja sig inn í, svo hann sæmilega geti staðið i stöðu sinni. Fyrst og fremst er nauðsynlegt fyrir hann, að koma sjer saman við skipstjór- ann og ávinna sjer virðingu fólksins um borð, það vill segja, sje hann með þeim skipstjóra, sem vill hafa góða reglu og aga um borð. Sje hann þar á móti með skipstjóra, sem ekki skilur réttilega stýrimannsstöð- una, mun sá skipstjóri í mörgum atrið- um ekki gera strangar kröfur til síns

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.