Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1914, Blaðsíða 14

Ægir - 01.02.1914, Blaðsíða 14
26 ÆGIR stýrimanns. En þar með er ekki sagt, að staða hans sje ljettari í framtíðinni, og í öllu falli er óheppilegt fyrir ungan mann, að sigla sem stýrimaður með slik- um skipstjóra, því hann æfist og venst stöðu sinni á margan hátt undir stjórn þess manns. Fyrsta skilyrði góðs samkomulags rnilli skipsljóra og stýrimanns, er að síð- arnefndi muni og nákvæmlega geri og láti gera allar sldpanir skipstjórans, og áríðandi er fyrir hann, til þess að vera viss um að ekkert glejmiist, að rita þær i minnisbók hjá sjer og jafnvel dag og stund sem skipanirnar eru gefnar. Oft geta skipanir þessar virst ósanngjarnar og ef til vi 11 því nær ómögulegar að upp- fylla; en jeg vil ráða mönnum til að gefa þvi orði (ómögulegt) sem minstan gaum. Ivomi það fyrir að ekki sje hægt að uppfylla allar skipanir skipstjórans eins og hann hefir fyrir sagt, er áriðandi fyrir stýrimanninn að skýra honum frá hvers vegna það ekki hefði verið hægt og ekki koma með þannig lagaðar afsakanir, að svo mikið hafi verið að gera, eða það hafi gleymst, eða mjer leitst betur á að gera svona eða þannig, eða mjer þótti meiri nauðsyn að láta þetta eða hitl sitja í fyrirrúmi. (Framh.). Heima Á. árssfundi Fiskifjelags íslands, sem haldinn var hinn 3. febr. voru þessir fulltrúar fiski- deilda mættir. Guðmundur ísleifsson frá Háeyri fyrir Eyrarbakka. Þorsteinn Gislason á Meiðastöðum fyr- ir Garðinn. Jón Benediktsson frá Bildudal fyrir Bildudal. Sveinn Auðunsson frá Hafnarfirði fyrir Hafnarfjörð. Bjarni Ólafsson frá Akranesi fyrir Akranes. Sigurður Jónsson frá Akureyri fyrir Akureyri. Matth. ólafsson Haukadal fyrir Dýra- fjörð. Hr. Mattliías Olafsson bju’jaði ferðir sinar sem erindreki Fiski- fjelagsins, og fór til Vestmanneyja með s/s »SterIing« hinn 6. þ. m. Nýtt botnvörpuskip. Hlutafjelagið »Njörður«, sem stofnað var hjer i bæ fyrir nokkru, fjekk hið fyrsta skip sitt hingað til lands sunnud. 8. þ. m. Skipið heitir »Njörður«, erþað mikið skip, 130 fet á lengd og 23 fet á breidd. Vjelin hefir 60 hesta afl og ferð skipsins um 11 mílur i vökunni. Skipið kom frá Fleetwood á Englandi og var að eins 4 sólarhringa á þeirri ferð sinni hingað. Skipstjóri er þar Guðm. Guðna- son. Daginn sem skipið kom, var ýms- um boðið að skoða það. Ljóskastarinn Fenomen. Umboðsverslun Nathan & Olsen hjer i Reykjavik hefir nýlega fengið áhald, sem hjer er áður óþekt. Það er Ijós- kastari er sænskur hugvitsmaður hefir fyrir skömmu fundið upp, og virðist svo, að áhald þetta geti komið að góðum notum hjer á landi. Ljósáhald þetta kostar að eins 200 kr. þar sem önnur ljósáhöld með sama Ijós- styrk hafa kostað 1—2000 kr., svo ekki má kalla það dýrt eftir gæðum. Það

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.