Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.1915, Side 13

Ægir - 01.01.1915, Side 13
ÆGIR 11 skeið á hverjum stað fyrir sig. Æskileg- ast væri það, að öllum þeim sem hafa á hendi formensku eða stjórn á mó- torum, sje gert að skyldu, að öðlast skýrteini fyrir því, að þeir sjeu færir um að gegna þvi starfi, sem þeir takast á hendur. Áformað var að halda námskeið í Vest- mannaeyjum nú i desember, og í þeim tilgangi fór jeg lil Vestmannaeyja, en þeg- ar þangað kom, voru undirtektirnar svo daufar, að að eins fáir menn gáfu sig fram, hvað aðallega hefur verið orsök þess, að undirtektirnar voru svona daufar, er ekki gott að dæma um, en aðallega var það af því, að menn voru sem ákafast að undirbúa sig til róðra, en í og með hefur áreiðaulega vantað áhuga hjá þeim, sem aðnjótandi áttu að vera að tjeðu námskeiði; en þess skal getið, að flest allir útgerðarmenn þar, voru eindregnir með því, að hafa námskeið, og sýndu mikinn áhuga fyrir þvi, og vonnðu, að þeir seinna, þegar belur væri ástatt, yrðu aðnjólandi sliks námskeiðs, sem þeim nú var lioðið, en ekki gátu tekið á móti. O. S. Haíhargarönr Vestuianneyinga stór- skemdur. Sunnudaginn milli jóla og nýjárs var aftaka stormur i Vestmannaeyjum með ólgubrimi. í þessu óveðri f'jell hafnar- garðurinn, sem þar hefur verið i smið- um siðastl. ár, að mestu niður. Sagt er að tjónið nemi tugum þúsunda, og að það lendi á hafnarsmiðnum Monberg. Vjolarbátur ferst. Vjelarbáturinn »Sæbjörg«, eign Páls Árnasonar útvegsbónda á Seyðisfirði, lagði al' sfað i miðjum nóvember síðastl. áleiðis til Rvikur. Báturinn hrepti ofsaveður fyrir Suðurlandi og varð tvisvar að snúa við frá Ingólfshöfða til Fáskrúðsfjarðar, þaðan sem hann lagði á stað i síðasta sinn 24. nóv. Siðan hefur ekkert spurst til Sæbjaxgar, og má því telja víst að hún hafi farist. Fjórir menn voru á bátnuin, formaður Bjargmundur Sig- urðsson, og liafði hann i fjelagi með nokkrum öðrurn, tekið bátinn á leigu fyrst um sinn; Guðmundur Halldórsson vjelstjóri og tveir aðrir Sunnlendingar. »Sæbjörg« var 14Vs smálesl að stærð, og váti-ygð í Samábyrð íslands fyrir 6 þúsund krónur. Eini8kipaíjelag íslands. Nú er búið að ákveða nöfn íslensku eimskipanna. — Heitir Suðui'landsskipið y>Gullfoss<.(, og hljóp það af stokkunum 23. janúar — hitt á að heila »Goðafoss«.. 2 rauð Ijós. Fróðlegt væri að vita, eftir hveijum reglum hotnvörpuskipin islensku fara, þegar þeu liggja fyrir akkerum með 2 rauð ljós, þegar kelillinn er hreinsaður. 2 rauð Ijós eru á battei'íisgarðinum. — Getur þetta ekki verið hættulegt á Reykja- víkurhöfn og viðar? Skýrsla hr. kaupmanns Páls Rergssonar á Öl- afsfirði, sem hjer fer á eftir, sýnir hvað mcnn gela, ef þeir vilja og hafa hug á að safna slíku. Ótilkvaddur sendir hann »Ægi« hina bestu skýrslu unx afla i hans bygðarlagi, og væri óskandi, að lleiri gjörðu slikt og hefðu það hugfast, að það er lil góðs eins, og gæti orðið til þess að breyta skoðun þeirra suður i löndum, sem fiskinn kaupa hjeðan, að fiskifrjettir frá íslandi sjeu markleysa ein, eins og áður hefur verið getið um hjer í ritinu.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.