Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1915, Blaðsíða 3

Ægir - 01.02.1915, Blaðsíða 3
ÆGIR 19 og 10 sh. seðlar er áður höfðu ekki þekst*), og önnur lönd báru sig líkt að með því að halda gullinu í bönkum og gefa út seðla eflir þörfum. Jafnframt þessum tryggingafyrirmælum voru gefin út lög um skuldafrest — Moratorium — bæði af þeim rikjum er voru við ófriðinn riðin, eins og hinum er hlutlaus voru, og náðu þessi lög yfir flestar þær skuldir er stofnaðar voru með tilteknum borgunartíma rjett áður en stríðið byrjaði. Gildi laganna voru i fyrstu ákveðin fáir mánuðir eða nokkrar vikur, en voru að þeim tima liðnum framlengd á ný, og eru sumstaðar, hvað vissar skuldir snertir, í gildi ennþá. Engar skuldir til óvinaríkjanna mátti borga meðan stríðið stæði yfir. Þá voru gefin út ströng bannlög er lögðu þunga refsingu við að kaupa eða selja óvinaþjóðunum hvaða vöru sem væri, eða eiga nokkur viðskifti bréfleg eða á annan hátt við þær, jafnframt sem útflntningsbann var sett á hernaðartæki og ýmsar nauðsynjavörur til hlutlausra ríkja. Þessi lög komu fyrst framanaf smátt og smátt, eftir þvi sem við þótti eiga, en voru svo gefin út i heild um áramótin sem gildandi útflutningsbann- lög. Englendingar gáfu þessi lög út i heild sinni 10. nóv. Menn voru allir skrásettir strax í byrjun ófriðaríns, hvar sem þeir voru staddir í rikjum ófriðarþjóðanna, og hver sem undanfeldi að koma á lögreglustöðina og skýra frá bústað sínum, nafni, stöðu, aldrij þjóðerni o. s. frv., var dæmdur til fjárútláta eða refsingar. Menn af óvina- þjóðunum settir undir gæslu. *) l-punds-seðlar voru gefnir út í Napóleons- styrjöldinni um aldamótin 1800, og var einn slikur seðill seldur, pann 20. þ. m. í London, fyrir afarhátt verð. Með hernaðarþjóðunum voru strax settar strangar reglur um íerðamenn, og ef heimildarskirteini þeirra voru ekki í lagi, gátu þeir ekki vænst að komast ferða sinna. Fjöldamargar hafnir voru lokaðar með sprengivjelum og voru ekki ætlaðar öðrum til innsiglingar en her- skipum, og aftur aðrar eftir leiðsögu herleiðsögumanna. Öllum þegnum hlut- lausra ríkja var bannað að sigla á skip- um Englendinga, og síðast um áramótin útlendum íiskískipum að leita þar hafna eða setja fisk sinn þar á land. Þá var og ennfremur gefin út tilskipun er bannaði að leggja enskt fje í útlend fyrirtæki. Allar þessar íryggingarreglur og ör- yggisráðstafanir voru að þvi leyti, sem þær sjerstaldega snerta England, gerðar til þess að bua sig sem best undir að mæta árásum óvinanna, jafnframt sem þær áttu að styðja að efnalegri hagsæld manna meðan ófriðurinn væri. Peningamarkaðurinn er því, nú sem stendur, nokkurnveginn góður, vextir hafa lækkað, svo þeir eru við ársbyrjun líkt því er þeir hafa verið hæstir áður. Bankavextir i byrjun vikunnar eftir áramótin 1915 voru þessir: London 5°/o. Kaupmannahöfn 5^/i0/^ París 5°/o. Kristjania 5l/i°/o. Berlin 5%. Stokkholm 51/2°/o. Amsterdam 5%. Petrograd 5Vs°/o. Gildi peninga hatði breytst mikið við ófriðinn, þannig steig pund enskt gull jafnt og þjett, svo það við ársbyrjun var reiknað á kr. 19,32. Frönsk og þýsk mynt hjelt hjer um bil gangverði sínu, þó var þýskt gull að eins lílið lægra. Þótt peningamarkaðurinn sje í orði kveðnu svona góður, þá ber ekki að skilja það sem svo, að þeir sjeu jafn

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.