Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1915, Blaðsíða 9

Ægir - 01.02.1915, Blaðsíða 9
ÆGIR 25 þann hátt, að hver fiskiíjelagsdeild, innan landsfjórðungsins, kýs einn fulltriía fyrir hverja 50 meðlimi eða færri þannig að fyrir 10—50 meðlimi er kosinn 1 fulltrúi 51—100 meðlimi eru kosnir 2 fulltrúar, 101—150 þrir o. s. frv. 8. gr. Kosningarrjett og kjörgengi hefir hver fiskifjelagsdeildarmaður, enda má enginn skorast undan kosningu. Hver deild kostar fulltrúa sina á fjórðungsþing- ið. Kjörbrjef skal hver deildarstjóri gefa fulltrúum þeim, er kosnir eru og skal í þeim tekið fram með hve mörgum atkvæð- um hver fulltrúi sje kosinn. 9. gr. Fjórðungsþingin komi fyrst sam- an i apríl 1917. Yíirhitun. Þökk eiga þeir útgerðarmenn skilið hjer i bænum, sem orðið hafa braut- ryðjendur þess, að botnvörpungar hjer frá Rej'kjavik eru útbúnir til þess að nota yfirhitaða gufu. Þar sem það er töluverður sparnaður á eldsneyti við að brúka yfirhilun, virðist það koma að góðum notum nú, þar sem kol eru orðin tilfinnanlega dýr, og máske ekki ætíð fáanleg. Að töluverður vinningur sje við að nota yfirhitaða gufu sem hrejfiafl fyrir gufuvjelina hefir þekst síðan 1828, og var það Richard Trevithich sem sannaði það. Yerulegum íramförum tók þessi yfirhitun ekki, þangað til John Penn 1858 sýndi fram á sina yfirhitunaraðferð, og sem reiknaðist til að mundi gefa alt að 20°/o sparnað á eldsneytinu. Ekki reynd- ist samt þessi yfirhitun að öllu leiti góð, og var það kringum 1869 að menn fóru að hætta við hana aftur. Þetta var mest vegna þess, að þessi yfirhitaða gufa hafði skaðleg áhrif á ýmsa hluti vjelarinnar. Þjettið (Pakning) skemdist, það varð hart af hitanum og þannig óbrúklegt. Áburðarolíurnar, sem þá voru miður góðar — að miklu leiti feiti og tólg, eða slæmar olíur — hlutuðust; þetta var ekki gott, þvi það er einmitt afar áríð- andi að sivalningurinn fái góðan áburð, þegar þessi heita gufa er notuð, því annars mun bullan fljótt eyða og skemma sivalninginn. Stöðugt hefir verið barist fyrir þvi að fá hreyfiaflið svo ódýrt sem hægt er. Það var því brátt byrjað á að nota yfir- hitaða gufu aftur, sjerstaklega var það við gufukatla á landi, og var gufan þá oft hiluð upp um 3—400° og gat maður þá reiknað sjer ca. 30% sparnað. Siðustu árin er alment farið að nota yfirhitaða gufu hæði i skipum og á landi, i stærri verksmiðjum, ölgerðarhúsum og fleiri stöðum. Nú eru vjelarnar bj'gðar úr betra efni, nýrri og betri útbúnaður genginn i stað þess gamla, áburðaroliurnar eru miklu betri, þola töluverðan hita án þess að hlutast. Þær aðferðir sem notaðar eru við yfir- hitun á gufu, eru margskonar, og ætla jeg ekki að fara að telja þær upp hjer, heldur að eins skýra frá aðaldrættinum í þvi. Gufa verður ekki yfirhituð, sje vatn með í henni, þvi bitinn fer þá til þess, að gufa upp vatnið, hún verður þvi að yfirhitast eftir að hún er komin frá gufukatlinum. Þegar gufan fer frá katlinum, gegnum þar til ætlaða pipu, þá er hún meira eða minna vatnskend, og hrifsar með sjer vatn, en vanalega er það ekki mikið. Gufan frá katl- inum er heitari en bullan og sivalning-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.