Ægir - 01.02.1915, Blaðsíða 15
ÆGIR
31
Ar 1892 skp. 32 kr. Ár 1903 skp. 60 kr.
- 1893 - 36 — — 1904 — 65 —
- 1894 — 40 - - 1905 — 76 —
— 1895 — 52 — - 1906 — 66 —
— 1896 — 45 — - 1907 — 76 —
— 1897 — 48 - — 1908 - 58 —
- 1898 — 40 - — 1909 — 56 —
— 1899 — 60 — — 1910 — 65 —
— 1900 — 55 - — 1911 — 58 —
- 1901 — 52 — — 1912 — 60 —
— 1902 — 60 — — 1913 - 72 —
— 1914 — 78 —
Meðalverð á skp. 10 árin næstu á undan
matinu verður um 52 kr., en þau árin
sem matið hefir staðið verður það rúmar
66 kr.,*) eða hvert skpd. hefir hækkað
um 14 krónur. Hið sama má segja um
aðrar fiskitegundir svo sem þyrskling,
ýsu og löngu, þær hafa hækkað hlutfalls-
lega i verði síðan matið komst á.
Af þessari skýrslu má sjá, að verðið
á fiskinum hefir farið nijög hækkandi
síðan farið var að aðgreina fiskinn, og
það sem mest er um vert, að verðfall
hefir eigi orðið eins mikið og áður, en
undir því er að mestu leyti komin fram-
tíð fiskiútgerðarinnar hjer á landi.
Eins og flestum mun kunnugt hefir
saln á íslenskum saltfiski aukist mjög til
Spánar og Ítalíu, og mun það tvimæla-
laust mikið þvi að þakka hvað fiskverk-
unin hefir tekið miklum umbótum, og
fiskurinn verið aðgreindur svo vel sem
hægt er eftir gæðum. Þetta hefir orðið
til þess, að fiskur frá öðrum löndum
hefir eigi selst eins vel á þessum stöðum,
og til tals hefir komið i Noregi að koma
á lögboðnu fiskimati þar i landi, og sagt
er að stjórnin sje málinu mjög fylgjandi.
Hjer á landi hefir því einnig verið
hreift, að gera þyrfti strangari kröfur til
*) Raunar nemur veröhækkunin miklu meira,
pví flskur heflr við ýms tækifæri komist í
miklu hærra verð.
þeirra manna er senda fisk sinn til ann-
ara landa en þeirra, sem hið lögboðna
fiskimat tilgreinir; en þess álítum vjer
engan kost nú, og er það einkum af því,
að í ýmsum löndum eru gerðar ólikar
kröfur til fiskverkunar og útlits fiskjar-
ins, sem fer eflir því hvað mönnum
likar best í hverju landi fyrir sig.
Það mál þyrfti þvi rækilegri undir-
búning áður en því yrði komið í fram-
kvæmd.
Að öllu þessu athuguðu og einnig því
að stærstu fisksölustaðirnir fyrir íslenska
fiskinn eru á Spáni ogítalíu, er oss það
fyllilega ljóst, að vjer verðum á allan
hátt að leitast við að vanda vöruna, svo
að hún geti haldið áliti framvegis í þess-
um löndum, og teljum vjer hið lögboðna
fiskimat hina bestu tryggingu fyrir því,
að svo roegi verða.
Yjer verðum því að láta þá skoðun í
ijósi, að vjer ráðum eindregið frá því,
að beita lögunum um fiskimatið á þann
hátt, að leyfa mönnum að senda nokk-
uð af fiski til Spánar og Ítalíu, án þess,
að hann sje metinn og aðgreindur eins
og núgildandi lög mæla fyrir.
Reykjavík, 8. febr. 1915.
Hannes Hafliðason. Geir Sigurðsson.
Jón Ólafsson. P. Guðmundsson.
Jón Magnússon.
Otti Gruðniundsson skipasmiður
hefur á síðustu 10 árum (1904—1914)
smíðað 19 mótorbáta tvístefnunga og 10
mótorbáta með kútterlagi.
Hinir 19 fyrnefndu voru frá 3—14 tonn
að stærð, en hinir 10 siðartöldu 10—12
tonn. Allir hafa bátar þessir reynst ágæt-
ega, og eínkum þó þeir með kútterlaginu,
dví svo er nú komið, að hann á jáeim,
íefur náð föstu lagi, og ber öllum saman