Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1915, Blaðsíða 6

Ægir - 01.02.1915, Blaðsíða 6
22 ÆGIR vörur til annara rikja eða væru ekki i flutningum fyrir þau, heldur væru lálin flytja hingað það, sein nauðsynlegt þætti. Sljórnin ælti að taka eins og 10 hinna stóru ílutningaskipa sem liggja aðgerðar- laus i skipakvíunum og senda þau til Argentínu eða annara fjarlægra staða til að sækja matvörur. Við það mundi verð- ið lækka og birgðirnar aukast. Það er líka eftirtektavert, að á meðan allur al- menningur verður að kaupa ránsverði hveiti og aðrar nauðsynjavörur, sópa einstöku kaupsýslumenn að sjer of fjár. T. d. hefir einn hveitikaupmaður hjer haft í hreinan ágóða af einum einasta farmi £ 31,000 (c. 560,000 kr.). Þessi farmur var keyptur i byrjun ófriðarins, og var seldur með þessum hagnaði nú um áramótin. Annar farmur um 6000 smál. var keyptur snemma haustsins fyrir 37 sh. 6 d. sem mun verða losaður hjer bráðlega, hann mun óefað færa eig- andanum miklu meiri ágóða en hinn fyrrnefndi, þar sem rnenn eru á þeirri skoðun að hveitiverðið fari enn þá hækkandi. Einn miðill á kauphöllinni sagði ný- lega: »Það eru margir sem halda það að við munum lifa það, að hveiti stígi i 100 sh. quarter, en ekki veit jeg hvort það verður, en 70—80 sh. verður það liklega áður en likur«. Einn maður sem um miðsumarleytið byrjaði að versla með hveiti, og var þá að flestra áliti efnalaus, er nú alt í einu orðinn stór- auðugur maður. Hveitiverö J914 og 1915. Besta enskt hveiti pr. quart. 36 sh. — 60 sh. — Canad. — — - 36----61 - — Austral. — — — 38 — — 62 — — Rússn. — — — 35 — — 60 — — Amerisk. — — — 37 — — 61 — Syknr. Strax eftir að striðið byrjaði og lokið var öllum viðskiftum við Þýska- land, hækkaði sykur mjög mikið á Bret- landi, tiltölulega meira en hjá hlutlausum rikjum, er gátu byrgt sig upp af þýskum sykri fram eftir haustinu t. d. eins og Noregur og fleiri ríki gerðu. í Englandi er hann nú um 130°/o hærri en við lok júlimánaðar i sumar. Verðið er nú 4 pence enskt pd. eða sem næst 70 aura kilógr. Var áður en striðið byrjaði 13A pence enskt pd. Þó er það alls ekki að efa, að sykur væri i miklu hærra verði hjer nú, ef stjórnin hefði ekki þegar i byrjun striðsins tekið það ráð að kaupa inn sykurbyrgðir tyrir £ 18 milj. eða um 340 milj. kr. Allar sykurbirgðir heimsins eru nú seldar. Sykur frá Cuba mun verða fá- anlegur i april og maí; þar næst má bú- ast við að geta keypt sykur frá Java i júli. Á milli þessara tveggja sykur-sendinga eru nokkrar vikur, sem engan sykur er að fá. Stjórnin breska hefir birgt rikið upp með sykri í nokkra mánuði enn þá, en hvað verðið verður i sumar, þegar allar birgðir eru þrotnar, er gáta, sem fáir geta leyst fyrir fram. Til samanburðar má geta þess, að sykur er þó ódýrari en þá, en hann var í fransk-þýska striðinu 1870—71, því nú er heildsöluverðið £ 1. 10 sh. 6 pence fyrir hver 112 pd. ensk (Cwt.), en var þá £ 1. 15 sh. og árið 1879 £ 1. 18 sh., og er ekkert liklegra, en að sá timi sje i nánd, að hann eigi eftir að komast i svipað verð og þelta, eða jafnvel hærra. LJm miðjan jan. var verðið eins og að neðan segir ákveðið í Khöfn og Ivrisljaniu á þessum matvörutegundum, samanborið við verðið árið áður: Hveiti 35—37 kr. pr. 100 kil. Ífyrra20—25 kr. Mais 18—18,50------------- — 12— 12'/s — Rúgm. 30—35 ----— — - — 15—16 — •Járn og stál hækkar í verði. Um

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.