Ægir - 01.02.1915, Blaðsíða 7
ÆGIR
23
miðjan mánuðinn steig um 10 sh. smá-
lestin, og er nú verð á sldpsplötum orðið
£ 8. 5 sh. og ketilplötur £ 8. 15 sh.
Manilla og strisi er einnig í hærra
verði. Manilla var selt í dag komið til
Liverpool í jan.—mars £ 21 pr. smálest.
Steinolía í Ameriku lækkandi.
Éslenskar afurðir.
í skýrslu þessari vil jeg vera stuttorð-
ur um íslenskar afurðir, að eins láta
nægja, að geta verðsins eins og það er
á aðal-markaðsstöðunum. Þó getur eng-
um dulist það, að útlit með verð á fiski
og fiskiafurðum er mjög glæsilegt nú
sem stendur, þar sem birgðir eru mjög
þrotnar hvervetna, en eftirspurnin svipuð
og áður.
Nú er ekki útlit fyrir, að aðrir taki
þátt i þorkveiði til söltunar og útflutn-
ings en Islendingar, Norðmenn og Fær-
eyingar, eða minsta kosti ekki svo neinu
nemi, þar sem Frakkar, Þjóðverjar og
Englendingar hafa annað fyrir stafni, en
sem hafa þó siðustu undanfarin ár verið
íslendingum rnjög hættulegir keppinautar
á þvi sviði; en aftur á móti munu hinar
afskaplegu háu fraktir baka íslendingum
rnjög mikið tjón, þó mun mega vænta
þess, að þær verði farnar að lækka um
það leyti, sem farmar af þessa árs fiski
verða sendir á markaðinn.
Um áramótin var fiskverð, sem hjersegir:
Kaupmannahöfn:
Porskur nr. 1 88 kr. skipp.
Smáfiskur — - 82 — —
Ýsa -72 — —
L e i t h:
Porskur nr. 1 90 kr. skipp. eða £ 30.
Smáfiskur--- 80 — — — - 27.
Ýsa - 73—74 kr.
L i v e r p o o 1:
Svipað verð og í Leith, nema langa
seldist á, um £ 30 pr. smálest eða urn
kr. 90 pr. skp.
B a r e e 1 o n a B/i ’15:
Porskur nr. 1 54—55 pes. pr. 40 kil.
— - 1 50-51 —-------------------
G e n o v a 1B/f ’15;
Smáfiskur 100—105 lira pr. 100 kil.
Labrador 82— 86 — — — —
Sala á íslenskri síld hefir verið lítil, en
í Björgvin hefir nú um áramótin verið
seldar nokkrar tunnur fyrir kr. 24 pr.
tunna.
í Stettin hefir einnig sala farið fram
fyrir 28—30 mark pr. tunna.
Meðalalýsi hefir verið i 70 kr. óhreinsað
og dökt lýsi í 54 kr. tunnan á IO6V2 kíl.
Fiskverð i útsölu hjá kaupmönnum er
selja hann í smávigtum til neytendanna
í stórbæjunum hefir verið i Liverpool
eins og hjer greinir:
Nýr fiskur 1914. 1915. Saltf. 1914. 1915.
Porsk. (ensktpd.)5p. 7 p. Porsk. 5 p. 6 p.
ísa 3'/=p. (.reykt) 5 p. 5-7 p. Labrad.3p. 4 p.
Koli..........8 p. 11 p. Langa 5p. 6 p.
Mjer virðist vera óþarfi, að fara frekara
út í fiskverðið að svo stöddu en þetta,
þótt jeg hafi i höndum eiginhandar upp-
lýsingar frá verslunarhúsum í Suður-
Ameriku, Astraliu og viðar ásamt þvi,
hvernig fiskurinn skal meðhöndlaður og
sendur á markaðinn, og mun jeg í næsta
skifti gera grein fyrir þvi. Að eins vil
jeg benda mönnum á það, að þar sem
er mjög mikið útlit fyrir, að salt verði í
afar háu verði í ár, þá ættu menn að
herða sem mest af upsa og lökustu teg-
und af netafiski, því þannig meðhöndlað
mun það geta orðið verslunarvara sje það