Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1915, Blaðsíða 13

Ægir - 01.02.1915, Blaðsíða 13
ÆGIR 29 * í Bolungarvik er lending slæm, nema í sunnan- og vestanátt. Þar hefir nú nokkuð verið gert, hin síðari árin, til að bæta lendinguna, eða jafnvel til að koma þar á höfn. Hefir nokkuð fje verið lagt til þess úr land- sjóði. En nú er sagt, að fje það, er veitt var til þess af landssjóði, svo og það, er fengið var að láni til fyrirtækis þessa sje uppgengið og þykir nú fyrst sannað, að að þessu megi gagn verða ef framhald verði á því, en það mun að likindum kosta tvöfalt meira fje en búið er að verja til þess. Væri þetta rjett, þá ætti þingið að veita það fje, sem á vantar, til þess að verkið komi að notum. Það má gera ráð fyrir,- að það verði alt að 100 þúsund krónum. Það er að vísu mikið tje, en það má lika búast við miklu í aðra hönd. Jeg geri ráð fyrir þvi, að ef Bolungarvik fengi góða höfn, þá mundi afli aukast þar, a)t að helming, og það, sem ekki en minna í varið, að manntjón á sjó mundi minka að miklum mun. Bátarnir yrðu stærri og af þvi mundi leiða, að færri af þeim færist. Tillögur mínar verða þá þessar: Að sem fyrst sje komið á vendilegri skoðun á vjelabátum eigi að eins þegar þeir byrja vertíð, heldur og að haft sje stöðugt eftirlit með, að settum reglum sje fylgt. Til þess þyrfti að skipa eftir- litsmann i hverri veiðistöð. En til þess, að hafa eftirlit með, að þeir ræktu vel starf sitt, væri án efa heppilegast, að skipaður yrði umsjónarmaður, launaður af landsfje, svo sem tíðkast í öðrum löndum. Ætti hann að koma i allar, eða allflestar, veiðistöðvar landsins á hverju ári og gefa landstjórninni skýrslu um starf sitt um hver árslok. Að sett sje með lögum skilyrði fyrir formensku á vjelabátum og jafnframt gerðar ráðstafanir til að gera mönnum auðvelt, að afla sjer þeirrar kunnáttu, sem nauðsynleg er talin. Að námsskeiðum fyrir bifvjelastjóra sje fjölgað og að á þeim sje eigi að eins haldnir fyrirlestrar um bifvjelafræði, heldur og um sjómensku yfirleitt, bjarg- ráð, forsjá, hirðusemi o. s. frv. Að komið sje upp, sem fyrst, vitum, auk þeirra, sem þegar er ráðgert að hyggja, á Selvogstöngum, Norðfjarðar- horni og Keflavík vestra (milli ísatjarð- ardjúps og Súgandafjarðar). Að rannsakað sje, hvort tiltækilegt sje að gera höfn á Eyrarbakka eða Stokks- eyri og hvort eigi muni auðið að koma upp höfn í Þorlákshöfn fyrir minna fje, en nú er áætlað, og sem verður að telja ókleyft að svo vöxnu máli. Að rannsakað sje hvort takast megi, með ldeyfum kostnaði, að gera höfn i Grindavik og hvort dýpka megi innsigl- inguna í Ósabotnana í Höfnum. Að athugað sje, hvort gera megi í Keflavík bátalendingu, er ráði bót á verstu annmörkunum þar. Að lagt sje alt að 10 þúsund krónum úr landssjóði til bryggju og bátastöðvar við Lambhúsasund á Akranesi. Að lagt sje til hafnargerðar i Súganda- firði alt að 20 þúsund krónum, samkv. uppdráltum og áætlunum, er fyrir liggja. Að rannsakað sje af nýju hvort við- bótarljárveiting til brimbrjótsins í Bol- ungarvík muni koma að tilætluðum notum, og, ef svo álist, sje veitt til þess alt að 100 þúsund kr. Að Fiskifjelag íslands hlutist til um, að einhver kaupmaður eða umboðs- maður í Reykjavik hafi til sölu áreiðan- lega áttavita handa vjelabátum og ýmis- legt það annað, sem sá útvegur þarfnast, með sem bestum kjörum.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.