Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1915, Blaðsíða 12

Ægir - 01.02.1915, Blaðsíða 12
28 ÆGIR aíTermt báta sína dögum saman. Þykir eigi örvænt, að þar megi gera einhverjar lendingarbætur, en ekki er það á annara færi en sjerfróðra manna, að skera úr því. Engin frágangssök er að sækja í Miðnessjó frá Keflavik, ef þar væri góð höfn. í Njarðvikum er allgóð höfn og miklu hetri en i Iveflavik, en lítið eitt lengra er þaðan i Garðsjó og Miðnessjó. Þaðan ganga og nokkrir vjelabátar. í Vogum er liklega einhver hin besta höfn á Suðurlandi, önnur en Hafnar- fjörður. Þar mun örugt lagi i öllum átt- um og innsigling hrein. Er þaðan liklega um 4 kl.st. sigling á vjelabát suður i Miðnessjó og mundi eigi Vestfirðingum ofbjóða það, enda eru þess dæmi, að Vogamenn hafi sótt suður fyrir Reykja- nes á mið Grindvikinga. í Vogum eru því nær eingöngu notuð net til íiskiveiða. Þeir hafa ekkert frysti- hús og eiga þvi ilt með að geyma beitu, en hug munu þeir hafa á að koma sjer upp frystihúsi, því þá töldu þeir hag að nota lóð þegar isuhlaup koma, sem oft ber við. Á Akranesi eru millum 10 og 20 vjela- bátar. Bátalægi hafa þeir á svokölluðu Lambhússundi, er það norðanverl á Skaganum. Er það allgóð höfn og mun rúma alt að 30 báta. En sá er galli á, að þar vantar bryggjur til að leggja bát- um að. Að vísu hefir einn útgerðarmað- ur komið sjer upp allgóðri bryggju þar við sundið*), en flestir verða að afferma afla sinn við bryggju kauptúnsins. En það er mesti neyðarkostur, þvi bæði er þar vond lending í sunnan og land- synningsátt og svo þröngt við bryggjuna, *) Pað er Bjarni Ólafsson útgerðarmaður, ein- hver mesti dugnaöarmaður lijer sunnanlands. Er hann litið af æskuskeiði, en hefir þó mikið gert til eflingar sjávarútveginum. að þar geta naumast legið meir en tveir bátar i senn og ilt að komast frá bryggj- unni, ef vindur stendur á land. Þegar svo bátarnir hafa aflermt við br)fggjuna verður að flylja þá norður fyrir Skagann á Lambhúsasundið. Þarf þvi að halda vjelunum heitum meðan bátarnir liggja við bryggjuna og er það eigi lítil eyðsla á olíu. Þó væri þetta alt sök sjer, ef ávalt væri hættulaust að flytja bátana, en það er síðnr en svo sje. Bátarnir koma, að jafnaði að, siðari hluta dags og er þvi oftast orðið dimt þegar þeir leggja frá bryggjunni, en fyrir Skagann er engan- vegin hættulaus leið og innsiglingin á Lamhhúsasundið ekki góð í myrkri. Á Vestfjörðum eru viðast góð sldpa- lægi í skjóli af eyrum og oddum. Á Arnarfirði, Dýrafirði og Önundarfirði eru ágæt bátalægi, þar sem bátum er óhætt alt árið um kring. Sama má segja um ísafjörð. Þó geta islög orðið til baga á öllum þessum fjörðum og naumast er svo mildur vetur, að eigi leggi is á »Poll- inn« á ísafirði. Öðru máli gegnir um SúgandaQörð og Bólungavik. Að visu er allgóð lending i Súganda- firði, en enganveginn er bátum óhætt þar á floti. Af þvi leiðir, að bátar eru þar of smáir, svo auðið sje að setja þá á land, þegar komið er úr hverri sjóferð. Mun smæð bátanna vera ein orsökin til hinna miklu slysa, sem þar hafa orðið, siðan vjelabátaútvegurinn hófst. Til þessa annmarka hafa menn vestra mjög fundið. Hefir nú landstjórnin, tyrir tilmæli manna þar vestra, látið rannsaka hafn- arstæði þar. Liggja nú fyrir uppdrættir af höfn og áætlun um kostnað og er hún eigi full 20 þúsund.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.