Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1915, Blaðsíða 1

Ægir - 01.02.1915, Blaðsíða 1
8. árg Fiskifjelag íslands hjelt aðalfund sinn hinn 13. febrúar þ. á. i húsi K. F. U. M. i Rvilc. Frá deildum voru engir fulltrúar mættir. Formaður fjelagsins, Hannes Haíliða- son, setti fundinn, lýsti þvi yfir, að hann hefði verið löglega boðaður og dagskrá auglýst. Fundarstjóri var kosinn dr. Jón Þor- kelsson og ritari Sveinbjörn Egilsson. Formaður fjelagsins skýrði síðan itar- lega frá störfum stjórnarinnar á hinu liðna ári og gerði grein fyrir hag og framkvæmdum fjelagsins. Frá staríi hinna tveggja erindreka skýrði hann einnig og gat þess að erindrekastarfið erlendis væri nú veitt og hefði Matthías Þórðarson hlotið það. Þessu næst voru þau mál tekin fyrir, sem dagskráin tiltók. Um »Frumvarp til laga um fjórðungs- þing« urðu nokkrar umræður og var því vísað tíl fiskiþingsins. Framsögumaður frumvarpsins var erindreki Matthias Ólafsson. Þá var tekið fyrir »Frumvarp til laga um atvinnu við siglingar«. Framsögum. þess var Þorst. Júl. Sveinsson. Því visað til stjórnar Fiskifjelagsins til frekari framkvæmda. . 2. Stjórnarnefndarrnálið »Um verðlaun fyrir björgun úr sjávarháska« var tekið til meðferðar. Eftir að ýmsir höfðu talað og látið álit sitt í Ijósi, var borin upp og samþykt svohljóðandi tillaga stjórnar- nefndarinnar: »Stjórn Fiskifjelagsins leggur það til að það fari þess á leit við stjórnarráð Islands að það (ráðherra) reyni að fá samþykki konungs til þess að gefa megí út íslenskan heiðurspening til verðlauna fyrir björgun úr sjávarháska, en telur um leið, af ýmsum ástæðum, heppilegt, ef ekki sjálfsagt, að landsstjórnin (kon- ungur) veiti verðlaunin.« Þá var tekið fyrir »Fiskinefndarálitið«. Um það urðu ýmsar umræður og að síðustu samþykt tillaga nefndarinnar. Nefndarálitið um stjórn á skipum var þessu næst tekið til meðferðar. Flytjandi þess máls var Geir skipstjóri Sigurðsson. Eftir stuttar umræður var till. nefndar- innar borin upp og samþykt og hljóðar hún svo: »Nefndin leggur því til, að stjórn Fiskifjelagsins verði falið að afgreiða mál þetta til stjórnarráðsins, með þeim tilmælum, að það gefi út auglýsingu um að skipunarorðin »hægri og vinstri« skulu notuð á öllum íslenskum skipum frá 1. janúar 1916 i stað skipunarorðanna »bakborða eða til stjórnborða« og »sljórn- borða eða til bakborða«. Að siðustu fór fram kosning tveggja ÆGIR MÁNAÐARRIT FISKIFJELAGS ÍSLANDS Reykjavik. Febr. 1915. Nr

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.