Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1915, Blaðsíða 14

Ægir - 01.02.1915, Blaðsíða 14
30 ÆGIR Að við lánveitingar, úr Fiskiveiðasjóði íslands, sje jafnan tekið tillit til stærðar báta þeirra, er lán er veilt til, og að því að eins sje veitt lán til minni báta en 15 smálesta, að þeir sje gerðir út í þeim veiðistöðvum, þar sem ekki er hægt að koma stærri bátum við, vegna hafnleysis. Jeg geri nú ráð fyrir, að mörgum þyki tillögur mínar ærið kostnaðarsamar og skal því eigi neitað, að væri þeim öllum sint í einu, yrði það allmikil upphæð. En þegar litið er til þess, hve lítið hefir verið gert til þessa, til að efla og styðja sjávarútveg vorn og hve margs hann þarfnast, þá er það að eins fátækt vor, sem afsakað getur, að þetta sje ekki alt gert á næsta fjárhagstímabili. Frá minu sjónarmiði eru þær fram- kvæmdir, er jeg hefi stungið upp á, hreinn og beinn gróðavegur fyrir þjóð- fjelagið og það enda þótt taka yrði lán til þeirra. Fiskimatsnefndarálit. Á siðasta ársfnndi Fiskifjelags íslands voruin vjer undirritaðir kosnir i nefnd til að athuga íiskimatslögin og ihuga á hvern hátt ráðlegt væri að breyta þeim. Nefndin hefir átt með sjer nokkra fundi og rætt um málið og leitað sjer þeirra upplýsinga, sem kostur er á. Ástæðan til þess, að þessu máli var hreift á fundi Fiskiljelagsins var sú, að nokkrir menn hjer i Reykjavík hafa unnið að þvi, að fá lögum um fiskimat breytt á þann hátt, að þeim væri heimilt, að senda smærri sendingar af fiski beina leið til Spánar og Italiu, án þess að honum fylgdi vottorð um gæði hans frá hinum' lögskipuðu matsmönnum, en á hinn bóg- inn skyldu lögin standa óhögguð hvað við kemur heilum förmum. Hafa þeir bent á, sem ástæðu fyrir þessu, að eins og nú viðgengst sje tals- vert af fiski sent til annara landa, sem eigi er metið, en kaupmenn í þeim lönd- um blandi þvi saman við annan fisk, þegar þangað kemur og sendi það svo til Spánar eða Ítalíu undir nafninu ís- landsfiskur. Telja þeir þetta eigi rjetta verslunar- aðferð og fremur til að spilla fyiir fiski- markaðinum. Nokkru eftir að nefndin tók að íhuga málið barst stjórnarráði Islands brjef frá öllum slærstu flskikaupmönnum i Barce- lona, Tarragona og Genua og eru þau dagsett 21. mars og 25. apríl síðaslliðið ár. Mæla þeir alvarlega á móli þvi, að lögum um fiskimat verði breytt eða nokkur tilslökun á þeim gerð hvað við- kemur þessum stöðum. Færa þeir sem ástæðu fyrir máli sinu liina miklu trygg- ingu, sem felst i því fyrir þá, að mats- votlorð fylgi fiskinum og hversu það geri öll kaup á fiskinum áhættuminni. Þá benda þeir einnig á hvað sala á islensk- um fiski hefir aukist stórkostlega síðan matslögin gengu í gildi. Mat á íslenskum saltfiski hefir nú slaðið um 10 ára tíma og er óhætt að fullyrða, að það befir haft mjög mikinn hagnað í för með sjer fyrir fiskimenn, kaupmenn og alt landið i heild sinni, bæði hvað snertir vöndun og verðhækkun vörunnar. Skal hjer til samanburðar sett verð á þurkuðum saltfiski eins og hann hefir gengið hjer i Reykjavík undanfarin 22 ár eða frá 1892; er það tekið eflir versl- unarbókum einnar stærstu fiskverslunar hjer í bænum.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.