Ægir - 01.12.1915, Blaðsíða 1
ÆGIR.
MÁNAÐARRIT F I SKIFJELAGS ÍSLANDS
8. árg.
Reykjavik. Desember 1915
Nr. 12.
Þilskipaútgerð á Yestfjörðum.
Fegar jeg skrifaði ritgerðir raínar í 4.—5.
tölubl. Ægis f. á. um þilskipaútgerð á
Norður- og Suðurlandi, hafði jeg hugsað
mjer að skrifa líka um þessa útgerð á
Vestfjörðum eða í Vestfirðingafjórðungi.
En bæði sökum vantandi upplýsinga og
ýmsra annara kringum stæða, hefur þetta
dregist. Og því miður er það svo enn,
að jeg hefi ekki getað aflað mjer þeirra
upplýsinga sem jeg hefði óskað þessu
viðvikjandi. En til að afskifta ekki Vest-
firöinga af þessu, ætla jeg að skýra frá
þilskipaútgerðinni þar eins og á hinum
stöðunum eða gefa dálitið heildaryfirlit
yfir hana; á sama tímabili þ. e. frá
1855—1910 og vona að geta farið nærri
þvi rjetta í aðalatriðunum.
Eins og jeg gat um í fyrri ritgerð
minni, voru það Vestfirðingar eða eink-
um ísfirðingar sem ráku fyrstir þilskipa-
útgerð hjer við land að nokkru ráði og
mest þá til hákarlaveiða. En þessi þil-
skipaútgerð þeirra gat ekki talist innlend
eign í orðsins eiginlegu merkingu.
Skipin voru Jflest eða öll eign danskra
kaupmanna, sem höfðu fastar selstöðu-
verslanir hjer við land. Og fyrstu árin
sem þeir ráku þessa útgerð, höfðu þeir
á sumum þessum skipum sínum útlenda
skipstjóra, en að öðru leiti íslenska skips-
höfn, þ. e. háseta, því þar eins og ann-
arstaðar hjer á landi í þá daga kunnu
menn litið í sjómensku á þessum skip-
um, en það lærðist fljótt, svo hætt var
við að hafa þessa útlendu skipstjóra,
enda þóttu þeir engir framúrskarandi
fiskifuglar á hákarlaveiði.
Árið 1855 eru til í Vestfirðingafjórð-
ungi, 24 þilskip. þar af 15 á ísafirði sem
talin eru innlend, þó þau í raun réttri
væru eign aldanskra verslana. Alt voru
þetla smáskip, flest einmastraðar »Jaktir«
sem nefnt var, um 20 smálestir að stærð,
og voru brúlcuð til hákarlaveiða yfir
vorið, en svo látin stunda þorskveiðar
yfir sumarið. Á þéssum árum höfðu
kaupmenn líka stærri skip í förum,
kaupskip sem kallað var, sem flultu vör-
ur upp til þeirra með vorinu. Þessi
skip sín ljetu þeir lika ganga á þorsk-
veiðar yfir sumarið þar til þeir höfðu
fengið vöru sína verkaða að haustinu
bœði fisk og lýsi, að þeir þá héldu þeim
til utanfarar.
Á þessum stærri skipum voru ætið
danskir skipstjórar og eins hásetar, sem
sigldu skipunum upp að vorinu og eins
út aftur að haustinu. En meðan þau
stunduðu þorskveiðarnar yfir sumarið.
rjeðu þeir sjer islenska fiskimenn til við-
bótar þessari reglulegu skipshöfn; og
hjelst þessi venja á Vestfjörðum alt þang-
að til að reglulegar gufuskipaferðir kom-
ust á umhverfis landið.
Þó þessi þilskipaútgerð væri nú út-
lendra manna eign og kjör fiskimanna
mjög takmörkuð, alt dýrt hjá verslunum