Ægir - 01.12.1915, Blaðsíða 8
170
ÆGIR
þar sje auðveldara að gera höfn, en á
mörgum öðrum slöðum þar sem tiltæki-
Iegt virðist að byggja hafnir, en þó hygg
jeg að þetla sje rjett álitið.
Norðan við kauptúnið (Höfðakaupstað),
gengur höfði og suður af honum liggur
hólmi. Milli höfðans og hólmans er
grunt sund. Virðist auðvelt að byggja
bylgjubrjót frá höfðanum til hólmans
og mundi við það myndast höfn innan
við hólmann og bylgjuhrjótinn, sem væri
örugg gegn hafsjónum. Að vísu er vog-
ur sá, er þannig mundi myndast, of
grunnur stórum hafskipum, en vel gæti
llotið þar nokkur smáskip 30—40 smá-
lesta. Að vísu væri þessi höfn nokkuð
opin fyrir sunnan og útsunnan vindi, en
sá vindur stendur af landi og fylgir hon-
um því ekkert hafrót.
Skagaströnd liggur vel við fiskiveiðum
og þó einkum sildveiði.
Finnist ekki heppilegt hafnarstæði ann-
arstaðar á Skaga, t. d. i Kálfshamarsvík,
þá ætti að taka Skagaströnd til athug-
unar.
Besta síldveiðasvæðið, hin síðari árin,
var mjer sagt að hefði verið frá Rórðar-
liöfða út að Almenningsnöf. Á þvisvæði
er eígi talið að neitt nýtilegt haínarstæði
sje á landi, og á Skagafirði er engin
sæmileg höfn.
Þelta er síldveiðimönnum orðið mikið
áhyggjuefni, þvi nú er alt land á Siglu-
firði þegar upptekið af bryggjum og eru
þær ílestar eign úllendinga. Það má
því heita, að íslenskir sildveiðimenn sjeu
útilokaðir frá uppsátri þar. Það virðist
því mikil nauðsyn á, að komið sje upp
höfn einhversstaðar, sem næst þessu
vciðisvæði.
Margir halda því fram, að Húnaflóinn,
alla leið milli Skaga og Hornbjargs, sje
engu síðra veiðisvæði og væri þá höfn á
Skaganum t. d. í Kálfshamarsvik, eða
jafnvel á Skagaströnd einkar heppileg.
Að vestanverðu við flóann er Rej'kjar-
fjörður sjálfkjói’in veiðistöð og, ef tilvill,
Norðurfjörður.
Mjer hefur aldrei auðnast að koma á
Siglufjörð þegar síldveiðin hefur staðið
sem hæst. Þegar jeg kom þangað i haust
voru Norðmenn allir á hurtu, að undan-
teknum einhverjum eftirlegumönnum,
sem voru að Ijúka við bræðslu á síldar-
leifum og að skipa út því, sem eftir var
af sild og lýsi.
Jeg sá því lítið annað en ýmsar minj-
ar eftir veru þeirra þar og virtist mjer
að enginn skaði hefði verið skeður þótt
þeir einnig hefðu tekið þær minjar
með sjer.
Um útveginn á Siglufirði hefi jeg nokk-
uð talað áður. Yonandi er uð Siglfirð-
ingar láti eigi lengi dragast að koma sjer
upp góðu frystihúsi. Þeim er ekki vansa-
laust, að geta ekki farið til fiskjar vegna
beituleysis, þar sem slík ógrynni af sild
koma á land að sumrinu.
Vel gæti svo farið, að síldarafli brygð-
ist og væri þá gott að geta lagt meiri
áherslu á þorskveiðarnar en nú er gert,
en það er þvi að eins hægt, að beitu-
ráð sje næg.
Um Ólafsfjörð hefi jeg og nokkuð lal-
að áður. Þar virðist mjer að aíkoma
manna væri mjög góð, og sumarið sem
leið varð þeim happadrjúgt, þrált fyrir
hafisinn. Afiinn mun hafa orðið í með-
allagi, en hið háa verð á fiski riðið
baggamuninn, svo árið varð þeim langt
yfir meðal ár. Sjera Helgi Árnason, sem
er búsetlur í kauptúninu og hefur á
liendi stjórn sparisjóðs, sem er nýstofn-
aður þar, sagði mjer að mjög mikið fje
hefði verið lagt inn í haust og honum
var það áhyggjuefni hve fáir leituðu láns
úr sjóðnum.
Annars er Ólafsfjörður kosta sveit að