Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1915, Blaðsíða 6

Ægir - 01.12.1915, Blaðsíða 6
168 ÆGIR þaðan til fiskjar. Hefur Snæbjörn versl- unarstjóri Arnljótsson, reynt vjelabátaút- gérð þar, en mishepnast með öllu, og virtist hann hafa mist trúna á, að hún gæti þrifist þar. Frá Þórshöfn var svo haldið til Bakka- fjarðar. Á Bakkafirði er ágæt höfn og gengur þaðan fjöldi róðrarháta. Misjafnt litu menn þar yfir árangurinn í ár. Þó munu engir útgerðarmenn hafa skaðast í ár, sökum þess hve verðið var hátt. Hefði fiskur verið í meðalverði hefðu þeir, án efa beðið tjón af útgerðinni. Yst |á Langanesi eru Skálar allmikil veiðistöð. Þaðan rekur Þorsteinn Jóns- son, hinn alkunni dugnaðarmaður frá Seyðisfirði, mikinn róðrabátaútveg. Gerðu menn á Bakkafirði mjög mikið úr afla hans þar, en sjálfur Ijet hann lítið yfir, er jeg átti tal við hann á Seyðisfirði. Sannleikurinn mun sá, að útgerðin hafi borið sig allvel, en ekki veitt neinn stór- gróða, enda er hún rekin með allmikl- um kostnaði, alt fólkið upp á kaup o. s. frv. Allmargir Færeyingar stunda fiskiveið- ar á þessu svæði að sumrinu. Þeir hafa eingöngu róðrarbáta og hefur þeim oft fjenast vel. Þeir þykja lægnir fiskimenn og eru þeir lleiri eða færri í flestum veiðistöðum austanlands. Til Bakkafjarðar komum vjer fyrri hluta nætur og lágum þar mestalla nótt- ina. Var þar skipað út allmiklu af fiski og þar tók Goðafoss um 50 farþega. Var það alt kaupafólk, er flest hal'ði verið í atvinnu hjá Halldóri kaupmanni á Bakka- firði. Sjálfur hefir Halldór milunn báta- útveg og er þessutan hjer um bil eini fiskkaupandinn á Langanesi sunnanverðu. Frá Bakkafirði hjeldum vér til Vopna- fjarðar og komum þar í dögun. Á Vopnafirði má heita, að öll fiskiút- gerð sje lögst niður og enginn vjelabátur gengur þaðan til fiskjar. Þar mun því lítil sjávarvöruverslun, en því meiri með landvöru, þvi stórar og fjárauðugar sveitir liggja þar að. Á Vopnafírði lágum vjer þvi nær heil- an dag og tókum eitlhvað um 500 tunn- ur af kjöti. Undir kvöldið lögðum vjer fráVopna- firði og komum til Seyðisfjarðar nóttina milli 5. og 6. nóv. Á Seyðisfirði dvaldi jeg í heila viku og beið eftir Gullfossi. Fyrri hluti vikunnar var rokstormur og rigning af útsuðri, en seinni hluta vikunnar gekk vindurinn til landnorðurs með allmikilli fannkomu og þó nokkru frosti. Meðan jeg dvaldi á Seyðisfirði fór jeg einn daginn út að Hánefstöðum til fund- ar við Vilhjálm útvegsbónda Árnason, sem er formaður fiskifjelagsdeildarinnar á Seyðisfirði. í för með mjer jvar Her- mann Þorsteinsson á Seyðisfirði, sem og er í stjórn deildarinnar. Daginn eftir kom Vilhjálmur inn á Seyðisfjörð og átti jeg þá af nýju tal við þessa tvo menn. Höfðn þeir hug á að koma á deildarfundi meðan jeg dveldi á Seyðisfirði, en úr því varð þó ekkert, að likindum vegna þess, að flestir útgerðar- menn voru að koma frá sjer kaupafólki sínu, sem átti að fara suður með Gull- fossi og, ef til vill vegna þess hve illa viðraði þessa daga. Loks kom svo Gullfoss til Seyðisfjarð- ar. Hafði hann lokið sjer af á syðri fjörðunum áður en hann kom til Seyð- isfjarðar og átti því að eins að koma við í Vestmannaeyjuin áður hann kæmi til Reykjavíkur. Með Gullfoss tók sjer far mesti fjöldi kaupafólks af Austfjörðum. Flest átti þetta fólk heima i Vestmannaeyjum og

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.