Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1915, Blaðsíða 4

Ægir - 01.12.1915, Blaðsíða 4
166 ÆGIR Til ólafsfjarðar komum vjer um dag- setursleytið og var mjer þar vel tekið af Páli kaupmanni Bergssyni, sem er mest- ur útgerðarmaður þar og dugnaðarmað- ur með afbrigðum. Daginn eftir, þriðju- dag 19. október hafði jeg fund með Ó- lafsfirðingum. Flutli jeg þar erindi og stofnaði þar deild með 36 meðlimum. Um kvöldið fórum við Páll Bergsson yfir fjörðinn að Gunnólfsá til að skoða þar hafnarstæði. Ætla jeg að það sje Guðmundur Hlíðdal, sem að undirlagi þeirra Páls Bergssonar og Th. Iirabbe, hefur mælt þarna og hr. Krabbe gert á- ætlun um bylgjubrjót. Eigi skal neitt nm það dæmt hvort þarna sje unt að gera fullgilda höfn, en svo girðist, að fá megi þarna nokkurt hlje handa vjelabátum et 80—100 metra brimbrjótur gæti staðið þar, og eigi virð- ist það óálitlegra en Bolungarvik. Mjög mikið gerðu Ólaísfirðingar af sjávargangi þar að haustinu og vetrinum, svo að mjer virðist jafnvel undrum sæta. En eitt er víst, að erfitt á sjávarútveg- ur Ólatsfirðinga uppdráttar ef engin bót ræðst á hafnleysinu þar. Hafa þeir orðið fyrir stórsköðum af völdum þess og þora nú eigi að láta báta sína liggja á íloti, eftir að september líður, af ótta fyrir að þeir muni kaífærast. Þeir geta því ekki notað haustvertíðina að neinum mun. Eru þó Ólafsfirðingar afburða sjómenn og mestu aflaklær. Sagt var mjer á Siglufirði, að Siglfirð- ingar hefðu í sumar verið lítið meir en hálfdrættingar við ólafsfirðinga og hefði þó fiskurinn lengstum staðið á miðum Siglfirðinga. Mikið mein er það útgerðinni á þess- um stöðum að ekkert frystihús er þar til. í haust gátu menn á Slglufirði eigi farið til fiskjar sökum beytuleysis. Er hörm- ung að hugsa sjer slikt, eftir allar þær miljónir af sild, sem komu á land á Siglufirði í sumar sem leið. Virtist mjer að menn findu nú sárt til þessa, hvort sem nú verður úr bætt eða ekki. Miðvikudag 20. okt. lagði jeg af stað frá Ólafsfirði með mótorbát til Hríseyjar. Ivom jeg þar um hádegisbilið. Siðari hluta dagsins hafði jeg fund með Hris- eyingum og stofnaði þar deild með 17 meðlimum. Um nóttina gisti jeg hjá Jó- hannesi Davíðssyni í Syðstabæ. Daginn eftir var jeg svo fluttur á vjelabát til Dalvikur. Þekti jeg þar engan mann, en mjer hafði verið bent á Þorstein Jónsson kaupmann þar. Fór jeg þegar til fundar við hann og tók hann mjer vel. Boðaði hann til fundar þá þegar. Hjelt jeg svo fund þar síðari hluta dags- ins. Flutti jeg þar alllangt erindi og að því loknu var stofnuð deild með 15 meðlimum. Að loknum fundi fjekk jeg hesta og fylgd áleiðis til Akureyrar. Komst jeg um kvöldið að Fagraskógi og gisti þar um nóttina. Jeg hafði hugsað mjer að fá ilutning frá Hjalteyri yfir á Ivljáströnd en um kvöldið hitti jeg menn frá Kljáströnd í Fagraskógi og töldu þeir lítil líkindi til að deild yrði stofnuð þar þótt jeg kæmi þangað. Mjer var kunnugt um að menn þessir, er jeg átti tal við, voru leiðandi menn þar á staðnum og virtist mjer þvi ekki vænlega horfa með deildarstofnun þar. Rjeð jeg þvi af að halda til Akur- eyrar og fara þá heldur þaðan út i Höfðahverfið, ef svo vildi verkast. Hafði jeg og heyrt að Þórðar Gunnarssonar á Höfða væri von til Akureyrar og hugði jeg að ná fundi hans þar og ræða við hann um horfur fyrir deildarstofnun. En svo atvikaðist að fundum okkar Þórðar bar aldrei saman. Mjer hafði verið sagt

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.