Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1915, Blaðsíða 2

Ægir - 01.12.1915, Blaðsíða 2
164 ÆGIR í þá daga og vinnan eða aflinn nærri eingöngu borgað í vörum, þá sóttu menn talsvert eftir að vera á þilskipunum, þótti þar vissari og betri aílavon en á opnum bátum yfir sumartímann, enda fiskuðu skipin vanalega mjög vel. Þá var altaf nægur þorskur fyrir vestan land á sumrin og þektist þó ekki í þá daga að brúka sild tíl beitu. Annað gott sem Vestfirðingar höfðu af að vera á þilskipunum, einkum þeim stærri milliferðaskipunum, var að þeir lærðu sjómensku á þilskipum, einkum hjá útlendu skipstjórunum, og eins að hlýða og að bera tilhlýðilega virðingu fyrir yíirmönnum sínum, því ílestir af þessum útlendu skipstjórum höfðu strang- an skipsaga og fyrirskipanir á skipum sínum, svo það má segja að Vestfirð- ingar urðu þeir fyrstu reglulegu þilskipa- sjómenn sem við höfðum völ á í þá daga og sem liöfðu fengið dálitla verk- lega þekkingu á sjómenskustörfum sem svo breiddust út írá þeim, bæði til Norð- ur- og Suðurlands að nokkru leyti. Jeg veitti því eftirtekt, fyrst þegar jeg var með skip frá Vesturlandi, að jflest allir sjómenn þar, sem eitthvað höfðu verið á þilskipum með Dönum, voru að margri verklægni, kunnáttu og reglu- semi um borð i skipi, auðþektir frá hin- um, sem höfðu fetað sig sjálfir áfram í þilskipasjómenskunni. En þiiskipaútgerðin á Veslfjörðum tók ekki neinum verulegum framförum í fleiri ár. Eins og áður er tekið fram, voru þilskip alls, árin 1855, 24 í Vest- firðingafjórðungi, 1865 eru þau 20 alls, og 1868 eru þau aftur 24, en 1871 eru þan ekki nema 19 alls. — Svo kemur tímabilið frá 1871—1897, sem jeg ekki hef getað fengið upplýsingar um á bvaða árum sldpunum fjölgaði mest, en ein- mitt á þessu tímabili fjölgaði þeim stór- um, því 1897 eru 61 skip í Vestfirðinga- fjórðungi, en alt voru það smá skip eftir þvi sem nú er kallað. Á þessum árum höfðu einstöku bænd- ur og útvegsmenn fengu sjer þilskip til þorskveiða, því þá var hákarlaútgerðin að hætta og skipin eingöngu notuð til þorskveiða. Lýsi hafði fallið mjög í verði, svo hákarlaútgerðin þótti ekki borga sig, en á aftur á móti var þorskur beldur i hækkandi verði, svo sú útgerð þótti enn vænlegri. Þó voru það tiltölu- lega fáir útgerðarmenn sem lögðu í þil- skipa úlgerð, svo skipin voru eins og áður flest eign verslananna. Stærstur út- gerðarmaður var hr. kaupm. Á Ásgeirs- son á ísafirði, átti nær 20 þilskip þegar þau urðu flest, og á öllum fjörðunum var eitthvað af þilskipum, nema Súg- andafirði. Þá voru líka komin nokkur þilskip i Flatey á Breiðafirði. En það fór á Vesturlandi líkt og á, bæði Norður og Suðurlandi, að einstakir menn hjeldu ekki þilskipaútgerð áfram nema nokkur ár. Þóttust ekki hafa til- svarandi hag af henni, svo sumir seldu skipin verslunum eða á annan hátt los- uðu sig við þau. Svo 1910 er eins og fyrst þegar þessi útgerð byrjaði, að skipin eru öll eign verslananna, að rjett ein- stöku skipi undanteknu. Kaupmenn á Vestfjörðum, telja sig heldur ekki geta rekið þar verslun nema að hafa sjávar- útgerð. Og það virðist benda á að þessi þilskipaútgerð hafi borgað sig vel, þar eð kaupmenn hafa altaf haldið sinum skipastól við og bætt í skörðin fyrir það sem farist hefur. Nú er útgerð nokkuð að breytast þar; nú kominn fjöldi af vjelabátum og fjölgar óðum, og það stór skip, sumt 20—30 smálestir og eru það nú álitin framtíðarskipin, en varla getur maður sagt að full reynsla sje fengin í þessu efni, það er svo nýtilkomið með

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.