Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1915, Blaðsíða 3

Ægir - 01.12.1915, Blaðsíða 3
Æ G I R 165 þessi stóru vjelaskip, og nokkuð er það, að ekki vilja kaupmenn enn missa sín smáu þilskip, þ. e. seglskipin, telja sig hafa góðan hag a þeim, síðan þorskur komst í þetta háa verð, sem nú hefur verið siðustu árin, og er þó útgerð á þeim mikið dýrari nú en áður var. Skiptapar á Vestfjörðum hafa orðið i rnjög líkum hlutföllum með skipatöl- um eins og bæði á Suður og Norður- landi. Frá 1865—1910 hafa farist með öllu eftir þvi sem jeg best veit 14 skip og fult svo mörg strandað eða orðið ónýt, sem ekkert manntjón hefur orðið, en Vestfirðingar hafa ekki geflst upp við það, hetdur bætt í skörðin, annaðhvort þeir sem skipin hafa mist, fengið sjer skip aftur eða þá nýir kaupmenn, sem tals- vert hafa ijölgað á Vestfjörðum á síð- ustu árum, hafa fengið sjer skip, svo seglskipatala þar hefur nokkurnvegin haldist við siðan 1877 að skipin urðu llest. Orsakir til skipstapanna á Vesturlandi eru alveg þær sömu og á Norðurlandi. Skipin svo lítil að ekki var liægt að halda sjó á þeim i aftaka veðrum og hríðarbyljnm, sem eru þar mjög tiðir framan af vori. Aíleiðingarnar þessar að skipin hafa íarist á leiðinni til lands. Jeg vil að siðustu geta þess, eins og' menn lika geta sjeð, að þessar ritgerð- ir mínar um þilskipaútgerðina hjer á landi eru alls ekki nákvæmar. Það var heldur ekki tilgangur minn með þessu, að gefa áhyggilegar skýrslur i þessu efni, lil þess hefði þurft að verja löngum tima og heiði kostað mikla fyrirhöfn. Heldur var það meining min, að sýna dálítið heildaryfirlit yfir þessa atvinnugrein og þær framfarir sem orðið hafa í sjávar- útvegnum á síðustu 50—60 árum og þetta vona jeg mjer hafi tekist; álít þessa atvinnugrein þess verða, að eitthvert hcildaryfirlit væri til yfir hana, sem gæti máske komið að einhverjum dálitlum notum, þó seinna væri, ef einhver vildi taka sig til og semja rækilega fiskiveiða- sögu íslendinga. Þilskipaútgerðin verður altaf að teljast stórt hrot úr menningar- sögu íslendinga. Reykjavik í nóvember 1915. Edilon Grimsson. Kringum land. (Frh.). Mánudag 18. október hjelt jeg svo fund með sjómönnum og útgerðarmönn- um á Siglufirði. Flutti jeg þar fyrir- lestur og stofnaði þar fiskifjelagsdeild með 22 meðlimum. Nálægt kl. 4 e. hd., lagði jeg svo af stað með vjelarbát til Ólafsfjarðar. Kom- um vjer við í Hjeðinsflrði. Þar heitir Vík, er vjer komum að landi. Aðeins 2 bæir eru i Hjeðinsfirði. Vík sunnanmegin fjarðarins og Ámá fyrir botni fjarðarins. Enginn vjelabálur er í Hjeðinsfirðí en allmargir smáir róðrar- bátar gengu þar til fiskjar að sumrinu og halda þeir til í Vik. Hjeðinsfjörður er hafnleysa ein, en liggur mjög vel fyrir fiskiveiðum. Sagt var mér, að Thor Jensen hefði leigt lóð undir síldveiðistöð i Vík og mundi hafa i hyggju að byggja þar næsta ár. Má vera að slíkl lieppn- ist að sumrinu, en hælt mun bryggjum þar fyrir sjávargangi að vetrinum og haustinu og hafís, á flestum tímurn árs- ins. En þarna í Vík þyrfti mjög slutla bryggju, því þar er all aðdjúpt. Er hugsanlegt, að taka mætli bryggj- urnar upp, eða mestan hluta þeirra, þegar síldveiðitiminn væri á enda.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.