Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1915, Blaðsíða 10

Ægir - 01.12.1915, Blaðsíða 10
r 172 ÆGIR AIdiirsramisóknir á þorski. Sá fiskur, sem oss varðar mest um af öllum fiskum, er þorskuriun, »fiskur- inn«, eins og hann tiðast er nefndur. Að sjálfsögðu er afar mikilsvert fyrir oss að aíla oss sem mestrar þekkingar á lífsháttum allra vorra nytsemdarfiska, en einkum þó þorsksins, þar sem hann er langstærsti lilutinn af öllum fiskafla vorum. Það er þvi ekki nema eðlilegt, að eg hafi beint ath^'gli minni ekki hvað síst að honum, þegar um aldursákvarðanir og vöxt íslenskra fiska er að ræða; það er líka atriði, sem auðsjáanlega er afar mikils vert að vita glögg deili á, hve lengi hann er að verða fullvaxinn (c: að ná æxlunarþroska) og hvar hann heldur sig helst á ýmsum aldri, ef dæma ætti um, hvort sumar veiðiaðferðir mundu geta talisl háskalegar fyrir viðkomu hans, og ef gera ætti einhverjar friðunarákvarðanir. Það er minst á það í síðustu skýrslu, að hinar samþjóða fiskirannsóknir hafa tekið aldur og vöxt þorsksins til meðferðar, og eru það. eins og eðlilegt er, Noi'ð- rnenn (Dr. Damas), sem hafa fengist við þær rannsóknir, en Danir (Dr. Schmidt) halu og safnað allmiklum gögnum, til þesskonar rannsókna hér við land 1908, og niunu nú bráðlega birta árangurinn af því. Við aldnrsákvörðun á þorski má hafa ýmsar aðferðir. Áriiringar myndast, en þó all-misgreinilegír, í hreístri, kvörnum og ýmsum beinum, þar á meðal í hryggj- arliðunum. Um vaxtarmerkin í hreistinu er þess að geta, að þau eru yfirleitt frem- ur dauf, vetrarrákirnar eru eins og' mjóar rákir á milli sumarbeltanna og sjást greini- lega við 10—20 falda stækkun, en þó aðeins frá 3—4 fyrstu árunum; á eldri fisk- um rennur alt meira saman í eilt, svo að lneistrið er best lil aldursákvarðana á ungum þorski (þyrsklingi og stútungi). Árhringarnir í hryggjarliðunum eru held- ur ekki vel greinilegir á eldra fiski, aftur á móti eru glögg aldursmerki á hinum þunnu þríhyrndu beinum (coracoideum) í framanverðri (neðanverðri) eyruggarót- inni, og þykja sumum þau best til þess að sjá aldurinn á. Loks eru kvarnirnar; i mjög ungum, 1—3 vetra þorski má vel sjé aldur fisksins á þeim, þeg'ar horft er á þær hráar eða uppbleyttar í vatní. með beru auga, eða mjög veiku stækkunargleri, upp við birtuna; vetrarrákirnar koma þá fram eins og hálfglæjar línur á dekkra grunni, jafnhliða rönd kvarnarinnar, en á eldra fiski verða kvarnirnar þykkvari og ógagnsæjar, svo að línurnar sjást aðeins næst röndinni, en hinar innri (eldri) hverfa, vcrður þá að slípa kvörnina, annaðhvort á kúflu liliðinni, eða, sem betra er, brjóta hana í sundur í miðju og slipa svo bæði sárin á mjúkum hverfisleini; sje svo hinum slipta fleti haldið upp við birtuna (gott lampaljós liefir mjer reynst best), má sjá alla árhringana í sárinu. Á yngri fiskum en 7—8 vetra sjást árhringarnir mjóg glögt, með sárafáum undantekningum, og oftast á fiskum, sem eru 12—15 vetra, og það með stækkunargleri, sem stækkar tvisvar eða þrisvar sinnum. Þessa aðferð hefi jeg haft og hefi oftast getað talið glögt hringa á kvörnum úr 10—14 ára fiskum. Þó koma stundum fyrir »aukahringar«, sumir árhringarnir tví- til þrí- klofnir, og gerir það erfiðara að telja rjett. Stundum geta sumir hringar verið svo daufir eða illa greindir hvor frá öðrnm, að erfitt getur verið að telja rjett. Af þess-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.