Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1915, Blaðsíða 11

Ægir - 01.12.1915, Blaðsíða 11
ÆGIR 173 um ástæðum getur stundum skakkað um eitt ár, úr því að fiskurinn er orðinn 7— 8 vetra, og hefi jeg þá f)rlgt þeirri reglu að setja lægri töluna. Þegar maður hefur bæði kvarnir, eyruggabein og hreistur af sama fiski, má fá oftast fulla vissu með því að athuga hvert eitt af þessu1 2). Áður en jeg fer að skýra frá rannsóknum mfnum í þessa ált, skal jeg gela þess, að það er langt siðan að menn fóru að reyna að ákvarða aldur þorksins. G. 0. Sars, hinn frægi dýrafræoingur Norðmanna gat þegar um 1870 gert fullkomna grein fyrir vexti þorsksins á fyrsta ári við Noreg. Gm 20 árutn síðar, eða um 1890, fann danskur dýrafræðingur, dr. C. G. J. Petersen upp það ráð, að finna vöxt og aldur íiska með því að mæla lengd þeirra, þegar þeir eru mældir hundruðum saman. Þessari að- ferð beitti dr. Schmidt á Thor til þess að finna aldur og vöxt þorska hér við land1), en aðferðin dugar ekki nema við unga fiska (á 1.—4. ári) og er þó ekki vel ná- kvæm, því að misgamlir fiskar geta vel verið jafnstórir, einkum þegar þeir fara að eldast (sbr. síldina). En mikilsverðar upplýsingar gefar þessi aðferð og er fullnægj- andi, þegar um fiska er að ræða, sem eru rnjög skammlífir (verða ekki nema 2—3 ára) eins og sumir smáfiskar eru og hér við land ef til vill sandsíli og loðna. Árið 1909 byrjaði jeg fyrst að safna gögnurn ttl aldursáltvörðunar á þorski, en þó fyrst að mun sumarið 1913 á ferð minni til Norðurlands. Safnaði jeg þá kvörn- um (og hreistri) úr nál. 400 fiskum. Fyrst safnaði jeg úr þyrkslingi á Raufarhötn, svo í Húsavík úr þorski á allri stærð, sem veiddur var ýmist á Axarfirði, Skjálf- anda eða við bryggjur i Húsavík og fjekk jeg með þvi allgott sýnishorn af stærð og aldri þorsks við Norðausturströnd landsins. Svo safnaði jeg kvörnum úr fiski, sem veiddur var á »Vestu« við Hrisey eina nólt, sem hún dvaldi þar, og úr fiski, sem veiddur var á Húnaflóa meðan skipið lá þar i þoku einn dag, hvorltveggja á heimleið minni frá Norðurlandi. Hér syðra hefi jeg safnað nokkuru, en ætla mér í þetta sinn aðeins að birla árangurinn af rannsóknunum á norðlenska fiskinum. Verður fyrst getið um smæsta flskinn, en flokkun eftir stærð er eigi auðið að gera hjer, vegna þess, að smáfiskurinn er oft blandaður saman við stóra fiskinn. 1. 98 smáþyrsklingar (blóðseiði) veidd á dorg við bryggjur i Húsavik 31. júlí til 3. ág, 1913. Af þesskonar fiski er þar urmull og dýpið, sem hann lifir á oft ekki meira 1—2 faðmar, en eflaust er hann og dýpra, úti í þörunum. Af þessum fiskum var 1 22 cm, 2 21 cm. 1 20 cm, 4 19 cm, 6 18 cm, 14 17 cm, 28 16 cm, 23 15 cm, 16 14 cm, og 3 13 cm; var mesti stærðarmunur þeirra þannig 9 cm, en ílestir voru 14—17 cm. langir, en allir voru þeir aðeins veturgamlir, eða nánara til- tekið eitthvað V/s árs, þegar gert er ráð fyrir, að þeir hafi verið gotnir i april 1912 (á sama hátt eru fiskarnir, sem tilgreindir verða í töflunum hjer á eftir sem tvæ- vetrir, þrevetrir o. s. frv., i raun og veu 2Vs 3Vs árs o. s. frv.). Fyrir utan vetrar- rákina á hreistri og kvörnum var nú komið állbreitt, en þó misbreitt sumarbelti, 1) Síðan þetla var samið, hefl jeg fengið vitneskju um það, að rannsóknir á hreistri og kvörnum úr þorski, sem Danir merktu við Færeyjar og hefur endurveiðst, taka af allan efa um það, að rákirnar í þeim eru árhringar. O. Winge: On the value of the scales of Cod as a me- ans of age determination. Kh. 1915 2) Fiskiriundersögelser ved Island og Færöerne; Khavn 1904, Tavle VIII.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.