Ægir - 01.12.1915, Blaðsíða 7
ÆGIR
169
á Reykjanesi, Miðnesi, Höfnum, Garði og
Keflavik, en eigi mjög margt í Reykjavik.
Svo var mikill farþegafjöldinn, að
margir sváfu bókstaflega undir beru lofti,
uppi á lyftingunni.
í Vestmannaeyjum var lagður af mesti
íjöldi af kaupafólki. Síðan hjelt Gullfoss
til Keflavikur og var þar enn lagt margt
fólk af.
Þaðan var svo haldið til Reykjavíkur
og komum vjer þangað fyrri hluta dags
11. nóvember.
I-Iafði jeg þá verið rjettar 5 vikur að
heiman.
Y f i r 1 i t:
Jeg hefi farið fljótt yfir sögu hjer að
framan og vildi þvi bæta við nokkrum
athugasemdum, bæði um sjerstaka staði
og svo um ástand sjávarútvegsins yfir-
leitt. á svæði því, er jeg fór um að
þessu sinni.
í Strandasýslu er lítið um vjelabáta
og naumast hægt að segja að sjávarút-
vegi hafi farið þar fram. Mætti ef til
vill segja hið gagnstæða.
Á Reykjarfirði var mjer sagt að haust-
vertiðin mætti nú heita á enda i októ-
bermánuði, en að fyrrum hefði aflast
fram á jólaföstu. Hygg jeg að orsökin
sje sú, að fyrrum reru menn þar áttær-
ingum og gátu þvi leitað lengra til hafs
þegar fiskurinn fór að fjarlægjast landið
að haustinu. Nú hafa menn að eins
tveggja og þriggjamannaför og má fara
nærri um, að slíkur skipakostur er ekki
til þess fallinn, að sækja langt til hafs.
Veiðarfærið er lóðir, og var mjer sagt,
að fyrrum hefði þeir að eins haft 2—3
lóðir með hverju færi, 80—90 öngla lang-
ar, eða alls frá 160—270 öngla, en lík-
lega hafa þeir þá lagt og dregið oft í
sömu sjóferðinni, á líkan hátt og menn
gera á Snæfellsnesi. Við Snæfellsnes hag-
ar viða svo til, að neðansjávar eru djúpir
álar (hraungjár?) og milli þeirra mjóir
hraunrimar. Á þessum hraunrimum
leggja menn stuttar lóðir aftur og aftur
í sömu sjóferðinni.
Við Reykjarfjörð mun botnlag nokkuð
likt, og er þá vel líklegt, að þessi veiði-
aðferð eigi þar einnig vel við. Sagt var
mjer, að nú hefðu menn þar alt að 15
lóðum með hverjum báti, með sömu
lengd og áður. Hákarlaveiðar stunduðu
Reykfirðingar mjög fyrrum á áttæring-
um. Nú er sú veiði með öllu lögstjnið-
ur þar við fjörðinn og er það rnikill
skaði og auðsjen afturför. Hákarl geng-
ur mjög nærri landi i Húnaflóa vestan-
verðum.
Frá Norðfirði eða ÓfeigsfirðiJ gekk i
vor sem leið lítill þiljubátur vjelarlaus,
til hákarlaveiða, eitthvað 5—6 vikna tíma
og var mjer sagt, að hann hefði fiskað
um 100 tunnur lifrar. Er það enginn
smáræðis fengur, með því verði sem nú
er á lýsi.
Enginn efi er á, að á Reykjarfirði og
Norðfirði gæti vjelabátaútvegur vel þrif-
ist og ælti að stunda þaðan jöfnum hönd-
um þorskveiðar, síldveiði og hákarlaveiði.
En jafnframt og útvegurinn breyttist í
þetta horf þyrfti að leggja þangað sima.
Án síma er ekki hægt að reka stórfeldan
sjávarútveg. Er vonandi að landsstjórnin
liti á þá nauðsyn manna á þessu svæði
og Jjeti ekki standa á sjer, þegar hún
sæi að simaleysið stæði þeirn fyrir þrifum.
En það er sannfæring mín, að ef þarna
væri komið upp kraftmiklum útvegi og
simi yrði lagður þangað, þá mundi
Reykjarfjörður verða ein af gullnámum
þessa lands og það ekki hin sísta.
Það mun þykja ný kenning, að á
Skagaströnd sje hægt að gera höfn, fyrir
smærri skip, með tiltölulega litlum kostn-
aði. Skagaströnd er svo illræmd hafn-
leysa, að það mun þykja ótrúlegt, að