Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1916, Blaðsíða 10

Ægir - 01.01.1916, Blaðsíða 10
4 ÆGIR landi til björgunar mönnum væru í slík- um vestum, og hvert heimili, sem væri við vötn eða ár, ætti að eiga 1—2 ef senda þyrfti í misjöfnu eftir lækni eða veita ókunnum fylgd, og yfirleitt við ýms tækifæri skaðaði ekki að vera i flikinni. Jeg býst við að mönnum þyki þetta óþarfa útlát, að liggja með 12 kr. hlut rentulausan til þess, ef ske kynni ein- hverntíma, að það bjargaði 16 kr. skrokk, því nýlega birti blað eitt hjer vísindalega ransókn á því, hve mikils virði manns- líkaminn væri, þegar alt væri notað og öllu komið á markað og urðu afurðir 16 krónur. Yfirleitt virðist mannslíf vera í mjög litlu gildi hjer á landi, og sýnir það best hinn ljelegi útbúnaður margra báta, sem leyft er að stunda fiskiveiðar á ýmsum stöðum landsins. Þeir heita bátar og eru það máske hvað lag áhrærir, en eru þó sannkallaðar líkkistur þegar á alt er litið — en mönnum líðst alt hjer. Eitt af því, sem best sýnir kæruleysið er það, að verstu skipsræflum landsins fylgja oft hinir aumustu skipsbátar; í stað þess að þar œttu þeir að vera traustir og full- komnir, því einmitt þar mætti búast við öllu illu. Þegar jeg fyrst tók við ritstjórn Ægis, þá ritaði jeg grein um rekduíl, sem eng- um bátseiganda væri ofvaxið að eiga og hafa í bát sínum. Ein fyrirspurn kom um það hvernig rekduflið væri og var því svarað, síðan ekki við söguna meir. Þau hafa hjálpað annarstaðar, því þá ekki hjer? Er líf íslenskra sjómanna svo lítils virði, að ekki sje kostandi upp á 5—10 manna skipshöfn rekdufli, sem væri 4—5 kr. virði og máske fyrir það bjarga bát og skipshöfn, þar sem það að öðrum kosti var ómögulegt. Hvað sem skeytingarleysi og trassaskapur berst gegn öllu þvi, er stungið er upp á að hafa á bátum til öryggis fyrir líf og heilsu manna sem stunda atvinnu sína á þeim, þá eigum vjer ekki að vera of stórir til að vilja læra og haga oss eftir reynslu ann- ara, sem hafa slegið því föstu að þetta eða hitt sje nauðsynlegt á bát, til þess að komast sem öruggast ferða sinna. Hvað sem öllu þessu líður, þá eru hin sorglegu slys á sjó farin að verða nokkuð tíð og ættu þau að hvetja menn til varkárni og ekki láta það á sig fá þótt einhverjir kalli varúð gunguskap. Er enginn formaður svo framtakssamur, að hann vilji reyna hvernig bátur hans fer fyrir rekdufli í stormi? Hann gæti stöðvað vjelina og látið bátinn liggja fyrir duflnu; likaði honum hvernig bátur- inn færi í sjó, mundi hann fara eins að, skyldi vjelin laskast. Þetta er svo einfalt, að mjer er óskiljanlegt að þegar á það var minst í fyrsta sinni, skyldu ekki ein- hverjir reyna það þegar. Jeg get ekki að þvi gert, að í hvert skifti sem jeg frjetti að einhver bátur hafi farist, að hugsa, að ekki hefði svona farið, hefði hann haft og notað rekdufl, því á þvi hef jeg tröllatrú, þar eð jeg hefi sjeð það notað við ýms tækifæri og enginn fær mig til að trúa öðru, en að það hafi bjargað lífi mínu og margra, íleiri skifti en eitt. Og á annað trúi jeg og það er olía eða lýsi. — Hjer eru til bækur um alla skapaða hluti, en sje reglugerð til um það, hvað fylgja skuli bátum, þá mun hún lítt lesin og að öllu leyti gagnslaus, þar sem ekki er farið eftir henni, jeg meina — sje hún til. En hví skyldi hún ekki vera til á landi voru með eins miklum og margbrotnum lögum sem hjer eru. Hefir verndun á lífi manna, sem reka aðalat- vinnuveg landsins verið gleymt, þar sem heilir lagabálkar eru til um fuglafriðun og íleira.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.