Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1916, Blaðsíða 8

Ægir - 01.01.1916, Blaðsíða 8
2 ÆGIR um, en neyðast, er út kemur til að ráða sig aftur, og þá er hrakningurinn byrj- aður, en heimkoma því nær ómöguleg, fyr en að löngum tima liðnum, og þá getur maðurinn hafa breyst svo í sambúð við misjafna menn, að hann kemur öðru vísi heim en hannfórað heiman, máske útslitinn í þjónustu erlendra, en ófær til vinnu hjer. Löggilt opinber ráðningaskrifstofa fyrir sjómenn er þegar orðin hjer bráðnauð- synleg. Bæjarfógetaskrifstofan hefur til þessa verið ráðningaskrifstofa þessa bæj- ar, en það fyrirkomulag er hið sama og í smákaupstöðum í Danmörku, að toll- húsið er notað til þeirra hluta. Ráðn- ingaskrifstofan verður að hafa biðstofu fyrir sjómenn. Þar verður að auglýsa hvaða skip vanti menn og þar gefa þeir sig fram sem vilja fara i siglingar. Þar er baldin skrá yfir þá, sem stunda at- vinnu á sjónum og þar eiga sjómenn að geta fengið eftirrit af sjóferðabókum sín- um, skyldu þær hafa glatast og ef vel væri, ættu ættingjar og vinir að geta feng- ið upplýsingar um hvar skip það, sem vænta má að sá sje á, sem spurt er eftir, sje statt, eða hvar síðast og er auðvelt að fá hingað vikulega skipalista. Margt annað í þai’fir sjómannastjettarinnar gæti slik skrif- stofa starfað, í það minsta kæmist betri regla á alt fyrirkomulagið, en aldrei ætti að leyfa einstökum valdalausum mönnum slíkt skrifstofuhald, því það liefur hvergi í’eynstvel gegn sjómannastjettinni. Eftir ófriðinn má búast við miklum breytingum, bæði hvað kaupgjald og annað snertir á skipum. í landi verður vinna nóg og að öllum likindum vantar þar vinnuki’aft. Kaupið hækkar, og þeir sem ekki gátu áður fengið vinnu verða þá spurðir, hvort þeir fáist til að vinna og fáir munu þeir hásetai’, sem eru bún- ir að stunda siglingar í nokkur ár, sem ekki fegins hendi mundu vilja taka hvei’ri þeirri vinnu á landi, sem gæfi þeim og þeirra daglegt brauð. Hásetar munu einnig geta fengið vinnu á landi að stríð- inu afloknu og það hlýtur að gjöra breyt- ingu á ýmsu siglingum áhræi’andi. Verði þá örðugt að mannaskip, hækkar kaup- ið; hingað kæmu skip, sem þyrftu Ojj- bót skipshafnar, og gott kaup mul|di freista margra ungra efnilegra manna, sem ekki sjá fram á annað en háseta- stöðu á fiskiskipum, til að ráða sig á framandi skip, og yrði það alment, þá veitti ekki af löggiltri ráðningastotu, í sama stýl og þær eru annai'staðar. Þangað kæmu skipstjórar og spurðu sig fyrir um háseta, hvað kaup þeirra væri ákveðið hjer í bæ, því þá skömm ættu menn ekki að gjöra sjer, að láta skipstjóra geta stungið upp á kaupi við menn, og muna verður eftir þvi, að vjer eigum hvergi ræðismenn í heiminum, engan að snúa oss til í vandræðum, þeg- ar til útlanda kemur, þess vegna er það nauðsynlegt, að þurfi skipstjóri að fá mann til utanfarar, að hann sje þá skyld- aður til að sjá honum fai’borða heim aftui’, sje það ósk þess, sem ræður sig. Landið getur mist nógu rnarga menn út í heiminn fyrir þvi, þótt þessu ákvæði sje ekki gleymt. Þetta kann að þykja óþarfa spádómur, en hjer er svo margt framkomið á síðari timum, sem fyrir nokkrum árum hefði þótt heimskulegur spádómur, og jeg man þá tíð, að skip- stjórar á þilskipum við Faxaflóa, fóru ekki lengra en það, sem Faxaflóa sjó- brjefið náði, því út úr koi’tinu vildu þeir og þorðu ekki að fara. Einhver af þeim hefði hrist höfuðið, hefði vei’ið farið að spá því, að innan fárra ára rnundu fiski- skip hjeðan sigla með afla sinn til út- landa og selja hann þar. Svbj. Egilsson.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.