Ægir - 01.01.1916, Blaðsíða 16
10
ÆGIR
AldurNrannsóknii* á þorski.
Framh.
10 af þessum fiskum voru hængar, 32 hrygnur (1 ekki athugaður). Að sjálfsögðu
hafa allir eldri fiskarnir (7 vetra og þar yfir) verið æxlunarþroskaðir, en það var
eigi nægilega athugað.
7. 64 fiskar (þyrsklingar, stútungur og þorskur) veiddir á lóð á Axarfirði, á
80 fðm. 30 júlt 1913. Af samskonar fiski afiaðist töluvert þá dagana. Fæðan var
allskonar botnfæða, einkum slöngustjöi’nur, kampalampi, marflær og ormar; i nokk-
urum voru smá hrognkelsi og veturgamall þorskur og mergð af hálfmeltum seið-
um á 1. ári. Stærð, þyngd og aldur þessara fiska var enn breytilegri en hinna sem
getið var síðast; því var þannig háttað (sjá töflu hjer á eftir).
Af þessum fiskum voru 32 hængar og 32 hrygnur, eða rjettur helmingur af
hvoru kyni, og má það heita merkilegt, að svo nákvæmlega skuli skiítast í helming
eftir kyni, þegór íiskurinn er tekinn alveg af handa hófi i aflanum og ógerlegt að
þekkja kynin i sundur hið ytra. Um kynsþroskann er hið sama að segja bjá þess-
um fiskum og hinum.
Aldur. Tala Lengd. Meðallengd. Þyngd Meðalþyngd.
17 vetra 1 109 cm. 12500 gr.
14 — 1 106 — 9500 —
13 — 1 115 — 13000 —
12 — 2 99 — em. 7000-8000 — 7500 gr.
11 — 3 100-105 — 101,7 8000-8500 — 8180 —
10 — 6 90—102 — 96,3 5000—9500 — 6700 —
9 — 6 76- 95 — 84,0 3250-6060 — 4750 —
8 — 5 83- 95 — 88.0 4250-7500 — 5125 —
7 — 5 61- 82 — 71,4 2000-4500 — 3150 —
6 — 8 63- 78 - 69,5 2000—4000 — 3500 —
5 - 8 41— 62 — 55,5 500-1500 — 1200 —
4 — 5 34— 48 — 44,0 240—1000 — 680 —
3 — 13 35— 47 - 39,4 300— 750 — 510 —
8. 1 þorskur veiddur á Ióð á 100 fðm. á Skjálfanda 1. ág. 1913. Þetta var
óvanalega stór fiskur, því að hann var 148 cm. langur, en var fremur magur, ekki
nema 27,5 kg. (55 pd.) og var hrygna. Aldurinn er erfitt að sjá glögt, en eftir því
sem jeg komst næst, var hann 19 vetra og hefur vaxið mikið 5 fyrstu árin, ef til
vill frekan helming af lengd sinni og þá líklega við snðurströndina (sbr. síðar).
Jeg hefi nú skýrt frá aldursrannsóknum á nál. 400 þorskum, frá norðurströnd
landsins, aðallega frá henni austanveðri, fiski á svo að segja allri stærð og á öllnm
aldri, frá veturgömlum upp að tvítugu, en æði er samt mismargt af hverjum ár-