Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1916, Blaðsíða 13

Ægir - 01.01.1916, Blaðsíða 13
ÆGIR 7 að sá garður geti staðið væri hann eigi þvi veikari. Höfn sú, er myndaðist við þetta er að visu nokkuð grunn, líklega um 11—12 fet, en ekki er ólíklegt að hana mætti dýpka að mun. En þótt þetta væri aðgert, væri þó höfnin opin fyrir sunnan og útsunnan vindum, en þeir vindar standa af landi og kemur því eigi mjög mikill ósjór und- an þeim inn á höínina. Fremur hafði sumarið verið erfitt fyrir útgerð Húsvíkinga, svo sem fyr er sagt, en þeir eru ekki með öllu komnir upp á sjóinn. Ekkert kauptún á landinu hefur eins mikla túnrækt og Húsavík að Reykjavik einni undanskilinni. Húsavik er hrepp- ur sjer, er aðeins nær yfir landeign jarð- arinnar »Húsavik«, með hjáleigum. Má svo heita að mestur hluti þessa lands sje eitt samfelt tún. Sagt var mjer að þorpsbúar ættu 36 kýr, um 100 geitur og rúm 600 sauðfjár. Hagi virðist ágæt- ur í Húsavíkurfjalli, einkum fyrir geitfje. Á vetrum hafa menn þar allmikla at- vinnu af seladrápi. Selakjöt er mjög notað til manneldis og þykir góður matur þeim, er venjast því. Pá er þar og afarmikil hrognkelsa- veiði og byrjar i febrúarmánuði. Mis- brestur á sjávarafla verður þvi Húsvík- ingum ekki eins tilfinnanlegur og í mörg- um öðrum sjávarþorpum. Jeg man ekki hve marga seli mjer var sagt, að þeir hefðu fengið i fyrra vetur, en jeg man, að jeg reiknaði tekjurnar af veiðinni margar þúsundir króna, eftir því sem selir voru taldir að leggja sig á Vesturlandi og' var þó kjötið óvíðast jetið þar. Margar sögur voru mjer sagðar af skotfimi ýmsra manna þar nyrðra. Mjög mikinn hug höfðu Húsvikingar á -að afla sjer stærri mótorbáta til þorsk veiða að vetrinum og til síldarveiða að sumrinu. Hvergi sá jeg mótorbáta eins vel hirta og á Húsavík og þó einkum vjelarnar. Voru margar þeirra, sem orðnar voru tveggja ára gamlar að ’útliti eins og þær væri nýkomnar frá verk- smiðjunni. Hinn eini hluti af meginlandi íslands, sem nær norður i íshaf er Melrakka- sljettan. Menn gætu því ætlað, að þar væri eigi sjerlega björgulegt. Langt er siðan jeg heyrði þessa vísu um Melrakkasljettu: Sljetta er bæði leið og ljót leitun er á verri sveit, hver sem á henni festir fót fordæmingar byggir reit. Sjeu sögur þær sannar, er mjer voru sagðar af »Sljettunni«, þá er naumast unt að hugsa sjer meiri fjarstæðu en þessa visu. Að landslagi til er Sljettan mjög ein- kennileg og enganveginn ljót og af lands- kostum var mjer sagt svo mikið, að þótt aðeins helmingur þess væri sannur, þá mætti álíta að hún væri sá hluti þessa hnattar, þar sem minst þyrfti að hafa fyrir lífinu. Sagt var mjer, að þar væri afarmikil hrognkelsaveiði á hverjum bæ, er til sjávar nær, á allmörgum bæjum sela- og silungaveiði, og eggvarp á þó nokkrum bæjum og gæti verið á íleirum, enda eru þar nú allmargir góðir bændur og jafn- vel auðmenn, eftir íslenskum mælikvarða. Sjerstaklega heyrði jeg getið um uppgang þeirra Leirhafnarmæðgina. I Leirhöfn býr móðir Jóhanns Kristjánssonar ætt- fræðings í Reykjavík og synir hennar þrír, heldur en fjórir. En um það bar einnig öllum saman, að hvergi i heimi mundu vegir verri en

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.