Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1916, Blaðsíða 12

Ægir - 01.01.1916, Blaðsíða 12
6 ÆGIR sem kauptúnið er nú og Upsaströnd hjer- aðið báðumegin út og inn frá kauptún- inu. Er það ysta bygðarlagið við Eyja- fjörð vestanverðan. Þá tekur við Ár- skógarströnd og nær inn að Hjalteyri, þá Galmarströnd og nær að Hörgá og inst Kræklingahlíð milli Hörgár og Glerár. Fram úr Fjallinu sunnan við Svarfað- ardalinn gengur liöfði eigi allhár út í fjörðinn, skvlir hann Dalvik allmjög fyrir sunnanvindum út af Eyjafirði. Utan við þennan höfða mætti ef til vill gera höfn, en um það vil eg ekkert fullyrða. En sje ekki unt að fá þar nokk- urt hlje, þá hygg jeg að torvelt verði að gera höfn í Dalvík. Upsaströndin virð- ist að liggja opin fyrir landnorðan átt nema ef vera skyldi inn við höfðann. Eigi hefi jeg komið þar, sem mjer hafi þótt öllu fegurra en í Dalvík. Svarfað- ardalurinn er yndislega fallegur að neð- anverðu. Á Böggversstaðasandi hefur um lang- an aldur verið ágætis veiðistöð, enda eru Svarídælir dugnaðarmenn til sjávar. Er nú útvegur þeirra að mestu breyttur i mótorbáta, svo sem annarsstaðar á landinu. Á Árskógarströnd, Galmarsströnd og Kræklingahlíð, er engin veiðistöð, nema til sildveiða að sumrinu. Á Hjalteyri hafast sildveiðamenn við að sumrinu og sömuleiðis í Krossanesi, skamt fyrir ut- an Akureyri. Á þessum stöðum eru all- góð skipalagi og sama má segja um Svalbarðseyri, austanmegin fjarðarins, enda er og rekin sildveiði þaðan að sumrinu. Á Kljáströnd reka þeir Höfða- bræður talsverðan mótorbátaútveg og frá Grenivik ganga nokkrir mótorbátar Var i Eyjafirðinum mikið látið af gróða þeirra bræðra í sumar. .Höfðu bátar þeirra fiskað allvel. Sagt var mjer, að þeir hefðu látið báta sina liggja við á Látrum, sem er yst við Eyjafjörð að austan. Er þar stutt til fanga, en eigi virðist þar álitleg höfn. Á Akureyri er allmikil þilskipaútgerð og þó einkum til sildveiða. Vegna þess hve innsiglingin er afar- löng til Akureyrar, er hún enganveginn heppileg sildveiðistöð og sama má segja um Krossanes og Svalbarðseyri. En eigi er önnur höfn á landinu betri en Akur- ejTarhöfn og enginn bær á landinu á myndarlegri hafnarvirki en Akureyri. Höfnin á Húsavík hefur lengi verið illræmd, en ekki get jeg um það dæmt af eigin sjón og reynd, því þann tíma, sem jeg dvaldi þar var svo mikil veður- blíða, að skip hefði getað legið við bryggjurnar bæði nótt og dag. Húsvikingar þrá mjög að fá einhverja bót á höfninni og er það að vonum, því mjög stendur það Húsavik fyrir þrifum að höfnin er svo slæm. Meðan jeg dvaldi í Húsavík var mikið rætt um höfnina og skýrðu Húsvíkingar mjer frá áliti sínu um væntanlegar hafn- arbætur. Norðan við kauptúnið gengur fram höfði allhár út i Skjálfandaflóa. Þessi höfði veitir Húsavikurhöfn skjól. Suður af höfðanum gengur skerjagarður, er nefnist »Baka«, er hann nokkru hærri syðst en þar sem hann gengur frá höfð- anum. Brýtur hafaldan á skerjagarðin- um og er það mikil bót fyrir höfnina að hafsjór kemst eigi óbrotinn inn á hana. Syðri hluti »Bökunnar« er þur um fjöru, en ávalt er sund milli hennar og liöfðans. Nú hafa Húsvikingar hugsað sjer, að ef styrkur garður yrði bygður frá höfð- anum yfir sundið, fram á »Bökuna«, þá mnndi höfnin vernduð fyrir haíróti. Það mun rjett álitið, að slíkur garður yrði að miklu gagni, og eigi virðist efi á,

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.