Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1916, Blaðsíða 22

Ægir - 01.01.1916, Blaðsíða 22
16 ÆGIR keypis til verstöðva landsins. — Aftan við bókina eru prentaðar hinar almennu siglingareglur. Er nú vonandi, að sem flestir formenn riti aíla sinn daglega í bókina og sendi þeim, sem safna skýrslunum á hverjum stað. Aðalástæðan til þess, að ráðist var i að láta prenta bókina er sú, að hing- að til hefur það virst óframkvæmanlegt að fá aflaskýrslur og er þó nauðsynlegt að fá þær og birta, meiri nauðsyn en menn virðast halda. Búast mátti við að Ægir birti ársyfirlit yfir afla á hinu liðna ári, en það er eldci hægt. Til þess að skrifa slíkt yfirlit þarf ýmislegt að vera fyrir hendi til að vinna úr, en það er ekki til, hefur ekki fengist nema frá ör- fáum stöðum, og hetra er að skrifa ekk- ert ársyfirlit, en að vita það hæði óná- kvæmt og óábyggilegt og láta það þannig frá sjer fara og hjóð almenningi slíkt. Hægt væri að fylla Ægir með erlend- um aflaskýrslum, en það er leitt að vera að því, þegar ekki er einusinni hægt að gefa ábyggilegar aílaskýrslur hotnvörpu- skipa Reykjavíkur. Hið eina fiskirit á íslandi, er sent er- lendum fiskiritum. iJar sjest að til að fylla ritið eru notaðar þeirra aflaskýrsl- ur, en sjálft ritið hefur enga ábyggilega aflaskýrslu fram að hera frá sínu eigin landi, getur ekkert ársyfirlit gefið og hlýt- ur í þeirra augum að vera fyrir utan alta stefnu sem fiskiriti her að hala. Vonandi er að eitthvað lagist með þess- ari tilraun Fiskitjelagsins, er það gefur út aflaskýrslur þessar og að menn sjái nú sóma sinn og fylli þær út. Erlendis. Sbýrsla yfir verðlag á fiski og fiskafurð- um um miðjan desember 1915, frá er- indreka Fiskifjelags Islands erlendis. Kaupmannahöfn 15. des. Fiskur í sama verði og áður. Fiski- afurðir eins; litil breyting á markaðin- um frá því er jeg sendi skýrslu mína þ. 30. nóv. s. 1. Sild hefur verið seld á 65—67 aura kil. Bergen 15. des. Engin verslun með fisk hefur síðustu dagana átt sjer stað, og má þvi gera ráð fyrir að sama verð sje á fiskinum sem áður. Litil verslun með lýsi, hreinsað meðalalýsi hefur selst á kr. 275,00. Aðr- ar tegundir hafa verið seldar á kr. 190,00—230,00. Síldarverslun lítil, eftir- spurn minni. Genua 12. des. Smáfiskur 174 líra 100 kíl. ótollað í vörugeymsluhúsi. Labrador 150 líra 100 kíl. ótollað í vörugeymsluhúsi. Ýsa 158 líra 100 kíl. ótollað í vöru- geymsluhúsi. Alt að frádregnum 4%. Eftirspurnin eftir fiski er nú minni en áður og markaður því tiltölulega daufari. Verðið á fiski hefur hækkað tiltölulega meira í Noregi hinar siðustu vikur, og getur maður því búist við hærra verði á þessum fiskitegundum eftirleiðis en áður hefur verið. Hamburg 10. des. Síld 93—94 mörk pr. tunna. Stettin 15. des. Sild 91—93 mörk pr. tunna. Pening averð: Hamburg 100 mörk kr. 7010. London £ 1 — 17,30. París 100 fr. — 63,25. Amsterdam 100 fl. — 161,00. Newyork 100 doll. — 376,00. Prentsmiöjan Gutenberg.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.