Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1916, Blaðsíða 20

Ægir - 01.01.1916, Blaðsíða 20
14 ÆGIR Vestmannaeyjum, Eyrarbakka og Stokks- eyri. Að enduðum námskeiðunum voru haldin próf og stóðust prófið: á Seyðis- firði 8, Veslmannaeyjum 8, Eyrarbakka 18 og Stolckseyri 16, samtals 50. Hjeraðslæknarnir á þeim stöðum sem námskeiðin hafa voru haldin, hjeldu nokkra læknisfræðislega fyrirlestra, sem allir voru mjög fræðandi, einnig nauð- synlegar bendingar fyrir fiskimenn, — sem svo oft verða fyrir ýmsum, og ann- ari slæmri meðferð — voru þar gefnar. Jeg hefi ekki á þessu ári eins ná- kvæmlega og á síðasta ári getað lcynt mjer útbúnað bátanna, en mjer virðist að allur útbúnaður á þeim l'ari batnandi, og þeir bátar sem bygðir eru, bæði stærri og betri til sjósóknar. Eftir því sem bátarnir verða stærri og vjelarnar þar af leiðandi aíl meiri, þá þarf þekkingin á starfanum að vera nægi- leg hjá þeim mönnum sem stunda þessa atvinnu, því mikið tjón er það fyrir út- gerðarmennina, ef oft vilja til vjelabil- anir, og margir róðrar þar af leiðandi tapast. Námskeiðin miða að því að auka þekkingu manna í mótor-vjelafrœði, að sem meslu leyti að föng eru á, en margt er það, sem gerir þetta markmið nám- skeiðanna mjög örðugt, t. d. þarf við kenslu sem þessa ýms áhöld sem gera hlutina skiljanlegri fyrir nemendurnar. Eitt af þvi sem er okkar fiski- og mótorgæslumönnum til mikils baga er það að allar kenslubækur er að vjel- fræði lúta eru á úllendu máli, sem fæst- ur hluti þeirra skilur, og hafa þar af ieiðandi ekki gagn af þeim. Það er því mjög nauðsynlegt að fá íslenskar náms- bækur í þessari fræði, svo þeir geti orðið aðnjátandi þeirrar fræðslu er felst í slík- um bókum, og sem í hverju landi eru gefnar út, af því að nauðsynin krefst þess, og sem eru öllum er kunna að hagnýta sjer þær til ómetanlegs gagns. Að þvi x-ekur fyr eða síðar, að í landi þar sem reknar eru fiskiveiðar í jafn stórum stil sem hjer, verður að koma skóli fyrir fiskimenn, þar sem þeim gæf- ist kostur á að læra ýmislegt er að fiski- veiðum lýtur, og um leið gætu þeir fengið aðra mentun, er í lifsstarfi þeirra yrði að miklu gagni. Aðrar þjóðir eru komnar svo langt á undan í þessu, en vonandi líða ekki svo mörg ár þangað til við getum fylst með í þessum framförum sem öðru. Árangur slíkra skóla mundi fljótt verða sýnilegur hjer sem annarstaðar, ef öllu væri haganlega fyi’irkomið og vel stjórnað. Rað er ósk mín að háttv. stjórn Fiski- fjelagsins vildi athuga þetta, og fá sjer upplýsingar um hvernig fyrirkomulag er á slíkum skólum í öðrum löndum, og hvern árangur þeir hafa borið, þá ertil- gangi mínum að þessu sinni náð í þessu máli. Á síðasta alþingi voru samþ. lög, sem settu takmörk fyrir hver vera megi form. á vjelabát sem er j’fir 6 tonn. Þetta er eflaust ágætt, en væri þá ekki einnig rjett að heimtað væri vottorð af mótor- gæslumönnum um sjerþekkingu á þessu starfi. Jeg verð að álíta það nauðsyn- legt að af mótorgæslumönnum verði heimtað vottorð um sjerþekkingu engu síður en af formönnum. Mótorbátarnir eru svo stórir nú að þeir fara hringinn i kringum landíð, og milli landa og flytja póst og farþega. Jeg fæ ekki annað sjeð, en að mótor- gæslumönnum á slíkum bátum hvili töluverð ábyrgð, og þeir því þurfi að vera vel hæfir til þess starfa sem þeim er trúað fyrir. Jeg vona að á næsta alþingi verði

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.