Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1916, Blaðsíða 18

Ægir - 01.01.1916, Blaðsíða 18
12 ÆGIR I undanförnum yfirlitum yíir íiskinn frá ýmsum stöðum hefur meðalstærð hvers árgangs verið tilgreind, en að fara að sýna hana i aðalyfirlitinu, álít jeg ekki rjett, því að til þess þyrfti að vera miklu fleira af sumum árgöngum; eínkum er tvævetri árgangurinn fáliðaður, og svo allir hinir elstu, frá 7 vetra og upp úr. En fyrst þegar nokkuð margt er fengið af hverjum árgangi, er auðið að reikna út meðalstærð árgangsins og þá um leið meðalvöxt á hverju ári, og það vona jeg, að jeg geti gert betur síðar. Hinsvegar má sjá vöxt einstakra fiska og sjest þá glögt hve afarmismunandl hann er, það má finna íiska, sem eru jafngamlir, en svo mis- stórir að það getur munað 20—30 cm. (sbr. 10 og 11 vetra árganginn); jafnvel á yngstu árgönganum getur það munað 10—20 cm., og oft er eldri fiskur minni en sá yngri. Þar sem enn hefur ekki verið birt neitt um aldur og vöxt þorsks frá öðr- um ströndum landsins, þá er eigí að svo stöddu unt að gera samanburð á vexti þessara fiska úr kaldari sjónum við vöxt [fiska i heitari sjónum við suðui’- og vestui'ströndina. En svo mikið get jeg sagt nú, að vöxtur yngra flokksins, sem hjer er um að í-æða, er að meðaltali miklu seinni, en fisks á sama aldursskeiði í Faxaflóa, og jeg segi varla ofmikið, þó jeg segi að hlutfallið sje þannig, að 3—5 vetra íiskur við norðurströnd landsins sje ekki stærri en 2—3-vetur fiskur í Faxa- flóa (sbr. skýrslu mína um merkingu á þorski, i Andvara 1913, bls. 39). Og ekki er ósennilegt, að það af fullorðna íiskinum, sem sýnir mikinn vöxt fyrstu árin, sje vaxið upp í heitari sjónum, og hafi farið norður fyrir um sumarið til þess að leita sjer ætis. En út í þelta mál skal ekki farið frekara að sinni. Við Noreg hefur verið rannsakaður töluvert vöxtur og aldur þorsksins, á ýmsum svæðum1), og er því allólíkt háttað á ýmsum stöðnm. Við sunnanverðan Noreg vex hann fljótast og þvi seinna, sem norðar dregur, minst í hafinu (Barents- hafi) fyrir austan og norðan Finnmörk. Jeg skal ekki gera neinn samanburð á þvi að svo stöddu, en svo virðist, fljótt á litið, að fiski þeim, sem hjer hefur verið um að ræða, svipi mest til fisks frá miðjum Noregi, en sje nokkuð stærri en við norðanverðan Noreg. Þó er ekki óliklegt, að útkoman verði nokkuð öðruvisi, ef meira verður rannsakað af fiski. Þegar að þvi er gætt, á hvaða dýpi hinn umræddi fiskur er veiddur, sýnir það sig að hann skiftist i þvi tilliti eftir aldri. Veturgamall fiskur, blóðseiðiu, sem getið er um undir staílið 1, er aðeins fenginn á 1—2 fðm. dýpi; af þesskonar fiski hef jeg fengið urmul i fjörðum á Vesturlandi og Schmidt i fjörðum á Austurlandi á fárra fðm. dýpi, i ádrátt með álavörpu upp að landi. Fiskur sá sem veiddur hefnr verið á 10—15 fðm. dýpi, við Raufarhöfn, Húsavík og Hrísey (sjá staflið 2—4) er nærri eintómur smáfiskur og stútungur, 30—55 cm. langar og 2—5 vetra gamall. Hjer við mundi hafa bæst urmull af tvævetrum smáþyrsklingi, ef dregið hefði verið fyrir eða »pilkað« i Eyjafirði, eða fiskað með hæfilega stórum önglum i þörunum á umgetnum stöðum, þvi að ekki geri jeg ráð fyrir því, að þennan ár- 1). Oversigt over norsk Fiskeri- og Havforskning 1900—1908, bls. 150—151, Bergen 1909. — Torskearternes Naturhistorie, Bergen 1909, bls. 91—97. — Johan Hjort, Vekslingerne i de store Fiskerier (Norsk Fiskeritidende 1914, bls. 198—209.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.