Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1916, Blaðsíða 15

Ægir - 01.01.1916, Blaðsíða 15
ÆGIR 9 aðaláherslan lögð á að kenna þær, og að þekkja á áttavitann. Fyrirlestrarnir voru aðallega um skift- ingu á gráðuneti jarðarinnar, um af- hvarf (deviation), um að setja niður átta- vita, og um áhrif segluafls í lárjettu og lóðrjettu járni, og hvernig það verkaði á áttavitann. Auk þess voru haldnir fjórir sameigin- legir fyrirlestrar, fyrir þá sem tóku þátt i mótorvjelafræði á námskeini þvi, er hr. vjelfræðisráðunautur Ólafur Sveinsson hjelt þar um sama leyti. Voru þrír þeirra læknisfræðislegs efnis og fluttir af hr. hjeraðslækni Gísla Pjeturssyni, og einn um björgun af Kr. Bergssyni. Kenslan fór vanalega fram 6 stundir á dag. Það dró nokkuð úr aðsókninni að námskeiði þessu, að góður afli var á Eyrarbakka dagana sem það var haldið, og voru því margir sem ekki gátu not- að það, sem annars myndu hafa gert það. Próf var haldið að afloknu námsskeið- inu og fengu 6 menn vottorð. Reykjavik 27. des. 1915. Kr. Bergsson. Skýrsla Ölafs T. Sveinssonar, frá 1. okt. til 31. des. 1915. Eftir komu mina frá Vestmannaeyjum fór jeg til Eyrarbakka eftir 4 daga dvöl i Reykjavik, til að halda námskeið þar. Þegar jeg kom þangað, frjetti jeg, að engir þátttakendur hefðu gefið sig fram frá Stokkseyri og mun það hafa verið vegna þess, að vegalengdin milli þessara staða er svo löng, að erfitt mun vera að sækja skóla á hvorum staðnum sem er, og mjög vafasamt hvort nægilegt húspláss mundi hafa fengist fyrir alla aðkomna þátttakendur. Fyrir beiðni Stokkseyringa, og sökum þess að mótorbátar eru þar margir, 17, varð jeg við ósk þeirra um að halda námskeið þar. Námskeiðið á Eyrarb. byrjaði 21. nóv. 1915. Bæði voru þau úti 21. des. 1915. Námskeiðið á Stokkseyri sóttu 35,2 að meðaltali. en á Eyrarbakka 33,4. Að enduðum námskeiðunum var haldið próf; undir prófið gengu á Stokks- eyri 16 en á Eyrarb. 21, af þessum 37 voru 34 sem fengu prófvottorð. Að ekki lleiri gengu undir prófið stafar af því að margir nemendanna höfðu ekki aldur til þess — voru yngri en 17 ára. — Ivenslan fór fram bæði munnlega og verldega. Á Stokkseyri voru kenslutim- arnir 63 en á Eyrarbakka 72. Auk þess voru haldnir 3 læknisfræðislegir fyrir- lestrar af hr. hjeraðslækni Gísla Pjeturs- syni og 1 fyrirlestur af hr. ritstjóra Páli Bjarnasyni, um hafið, einnig talaði síð- astnefndur við námskeiðsuppsögnina. Þessum tveim mönnum og öllum sem hjálpað hafa til með það að námsskeiðin tækjust vel flyt jeg minar bestu þakkir. Þessi námskeið voru lang best sótt af þeim, sem jeg enn hefi haldið, og sýndu menn á báðum stöðunum verulegan á- buga fyrir þessu, enda eru þar margir góðir menn sem hvetja þá yngri til dugn- aðar og framtakssemi, og eru slíkir menn kauptúnunum til mikils sóma. Mótorbátum fer óðum fjölgandi á þess- um stöðum. Á tveimur síðustu árum hef- ur þeim fjölgað um 8—10, allir þessir nýju bátar eru stærri og betri en þeir gömlu, enda er sjór sóttur lengra en áður.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.