Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1916, Blaðsíða 11

Ægir - 01.01.1916, Blaðsíða 11
ÆGIR 5 Dýraverndunarfjelag er hjer öflugt og veitir ekkert af að fara að stofna manna- verndunarfjelag, vilji ábyrgðarfjelög eða helst landstjórnin ekki taka af skarið og hafa fastan eftirlitsmann, sem sæi um að reglugerð fyrir báta væri hlýtt, sje hún til eða komi hún, og reyni að koma i veg fyrir glannaskap og kæruleysi þeirra, sem þykir alt gott og álíta alt fært og reyna að breyta þeim hugsunar- hætti manna, að mannslifið sje einskis virði. Maður sem að jafnaði vinnur sjer inn 800 kr. á ári, frá þvi hann er tví- tugur til fimtugs, hefir á þeim tima (30 árum) unnið sjer inn 24,000 krónur. Fje þetta er þann tima í umferð og kemur því mörgum að notum, og hjer með ekki reiknaðar rentur og árstekjur litlar. Mjer hefir verið sagt, að Englend- ingar reikni mannslífið 70—80 þús. kr. virði, enda er ransókn þeirra á slysum öðruvísi og nákvæmari en hjer, og þar er sannana leitað hver var valdur að slysinu eða hver orsökin var og alt gert til þess, að það komi ekki fyrir aftur, og yíirleitt þar, sem annarstaðar meðal siðaðra þjóða, er alt gert til að koma í veg fyrir slys og slíkt hið sama ætti að vera hjer. Sje það ekki enn, verður það að koma, því vjer verðum að telja oss til siðaðra þjóða jafnt í því sem öðru. 21. janúar 1916. Sveinbjörn Egilsson. Kringum land, (Frh.) Kúfiskplógurinn vestfirski mun nú vera orðinn 20—25 ára gamall, en þó hefl jeg átt tal við útgerðarmenn, víðsvegar á landinu, sem eigi hafa heyrt hans getið. Verði nú reyndin sú, sem jeg vona, að allstaðar á landinu megi ná kúfiski til beitu, þá verður tjón það, sem af því hefur leitt, að menn ekki hafa þekt þetta áhald og notað það, eigi tölum talið. Inni á Qörðum og flóum tekur engin beita kúfiski fram, nema ef vera skyldi smokkfiskur (kolkrabbi). Nú er það oft, að bæði síld og smokk- fiskur bregst sama árið. Hafa þá menn víðsvegar á landinu notað krækling til beitu. Kræklingurinn er að visu góð beita, líklega eins góð beita og kúfiskur, en hann er ekki því nær allstaðar til og oftast erfitt að ná í hann, auk þess sem miklum mun seinlegra er að beita með honum en kúfiski. Það mun mega fullyrða, að alt að helmingi þess fiskjar, sem veiðst hefur á róðrabáta og vjelabáta á Vesturlandi síðustu 20 árin hafi veiðst á kúfisksbeitu. í Arnarfirði nota fiskimenn á róðrar- bátum því nær aldrei aðra beitu en kú- fisk, nema þegar það vill til að smokk- fiskur kemur. í haust varð jeg var við það, að á- hugi manna fyrir beitumálinu, yíirleitt og kúfisktekjunni sjerstaklega var vakn- aður, kringum Eyjafjörðinn. Mun haust- afli Hríseyinga hafa stutt mjög að því að glæða þann áhuga. Býst jeg við, að eigi líði langur timi þar til ýmsir dugnaðarmenn, svo sem Páll Bergsson i ólafsfirði o. fl. hafa út- vegað sjer plóg og náð sjer með honum i kúfisk til beitu, enda ætti það fyrir löngu að vera oi’ðin »gömul saga«, að nokkur maður þyrfti að sitja í landi vegna beituleysis. Nafnið Dalvík mun vera nýnefni. Mun það jafngamalt versluninni þar. Áður var kallaður Böggversstaðasandur, þar

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.