Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.05.1918, Qupperneq 7

Ægir - 01.05.1918, Qupperneq 7
67 ÆGIR vel á móti hverjum, er að garði bar, svo að oft dvaldi gestur lengur, en hann hafði ætlað að upphafi. Eg hefi sett saman þessi fáu minning- arorð um Árna sál., af því að eg veit ekki til, að hans hafi neitt verið minst hingað til. Eg ætla þó, að með honum sé fallinn sá maður, sem fyrir flestra hluta sakir stóð mjög framarlega, ef ekki fremstur í sjómannastétt þessa lands. — Flestum reynist erfitt að ryðja sér braut i ókunnu landi, þeim er á eigin spýtur spila, þvi að óvíða munu það talin með- mæli út af fyrir sig að vera útlendur, og víst eru Englendingar ekki ginkeyptir eftir erlendum mönnum, þótt það hins vegar kunni ekkí að spilla fyrir til muna, ef maður er nýtur. En fyrir Árna sál. hverfa allir erfiðleikar, svo að hann er orðinn skipstjóri eftir rúm tvö ár, kom- inn eins langt og komist verður i þeirri grein. Fyrir þvi má ekki, að þögn riki um hann, er skussar eru rómaðir, sem nú er títt. Og eg lít svo á, að það sé, eða eigi að minsta kosti að vera hlut- verk »Ægis«, meðal annars, að halda á lofti minningu dugnaðarmanna innan sjómannastéttarinnar, og það þvi frem- ur, ef önnur blöð þegja um þá. Rvik, 7. febr. 1918. Bogi Ólafsson. Úr skýrslu crindreka Fiskifélags íslands í Ve8tflrðingafjórðungi. Áður en eg byrja skýrslu um ferðir minar og störf, sem erindreki Fiskifélags íslands, læt eg fylgja þessari skýrslu, sem for- mála, stutt yfirlit yfir hafísrekið hér fyrir Vestfjörðum. Geri eg það vegna þess, að eg býst við að skýrslur þessar verði geymdar í skjalasafni Fiskifélagsins eða birtar i timariti þess, og gæti þá máske þetta stutta yfirlit orðið síðar til upplýs- ingar og leiðbeiningar. Strax í öndverðum desember, þá sjald- an bátum gaf að sækja til djúpmiða, urðu þeir varir hafíss. Lýsti veðrátta þvi ótviræðilega að hafís væri nálægur, því sifeldir umhleypingar voru; jafnvel veð- ur af öllum áttum sama sólarhringinn. Nálægðist isinn svo því meir, sem nær dró hátíðum og mistu flestir bátar tölu- verð veiðarfæri af íss völdum. Einn dag- inn nokkru fyrir jól, er mestur var afl- inn, mistu bátar héðan frá Djúpi veið- arfæri fyrir urn 20 þús. kr. eftir lauslegri ágizkun, sem sízt mun of há. Rétt um áramótin rak ishrafl inn á Djúpið og alla leið hingað inn á Skutulsfjörð, en stóð stult við, því brátt gerði vestan og suðvestanstorm inn til fjarðanna, þótt norðaustanátt væri til hafsins. Þann 5. jan. þ. á. var hvass suðvestanstormur hér á ísafirði, en gekk til norðvesturs- áttar með kvöldinu. Var marahláka um daginn og alt til kl. 11 að kvöldi, en um miðnætti var komið hart frost, 10—12 stig. Strax að morgni þann 6. jan. var hafísinn á hraðferð inn á ytri höfnina hér (Sundin) og mikill ís sást fyrir fjarð- armynninu; var þá kyrt veður með smá- kviðum af austnorðri og um 15 st. frost. Næstu daga rak sífelt meiri og meiri is i Djúpið og þjappaðist inn í yztu firð- ina, herti og stöðugt frostið, svo þann 8. og 9. jan. urðu hér 24 og 26 stig á C. Varð því isinn strax samfrosta og fjal- feldur. Varð nálega alt Isafjarðardjúp al- isa; lagnaðarís að innan, út fyrir Æðey, en hafís að vestanverðu og girti fyrir Djúpið. Að eins ault á svæðinu frá Snæ-

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.