Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.05.1918, Qupperneq 10

Ægir - 01.05.1918, Qupperneq 10
borgað fyrir sjótjón kr. 11683.62. Læt eg þessar tölur nægja til þess að gefa mönn- um yfirlit yfir vöxt og starfsemi félagsins. 2. jan. 1911 gerði félagið samning við Samábyrgð íslands á fiskiskipum um end- urtrygging að helmingi og um sama leyti eða nokkru áður breytti félagið nafni, og tekur nú eingöngu vélbáta í ábyrgð. Aður hafði félagið staðið algerlega straum af ó- höppunum sjálft og farnast yfirleitl vel, þó iðgjöldin væru þá mun lægri. Stofnun félagsins er eitthvert allra mesta þarfaverkið fyrir útveginn, sem hér hefir verið unnið, og er þó sjávarútvegur okkar ísfirðinga orðinn fullkominn á marga lund og margt hér að læra fyrir þá sem skemra eru komnir, ekk.i sízt i veiðarfæraútbún- aði. Hefði félagið ekki komist á myndi mikið af okkar góðu útgerð enn ókomið. Og þó margur í yfirstandandi þrengingum telja vafasamt, að hve miklu leyti hinir nýju hátar beri gull og gróða að landi, þá er það víst að á þeim veltur framtíð ísa- fjarðar um næsta áratug er óhætt að segja. ísafjörður er sjálfkjörinn útvegsbær fyrir fiestra liluta sakir, ekki sízt vegna hinnar ágætu hafnar. Auk þess hefir félagið spar- að héraðsbúum stóríé öll þessi ár með lægri iðgjöldum en önnur ábyrgðarfélög hafa tekið, fyrir utan þau þægindi sem það veitir að hafa félagið rétt við hendina, en þurfa ekki að sækja tryggingar langt til. Úr þessu getur varla kornið til að fé- lagið leggist niður, enda er því sifelt að vaxa ásmegin, eins og undanfarandi tölur sýna. Til þessa liafa hinir stærri hátar ekki fengist trygðir í félaginu fyrir meira en 20 þús. kr., hversu hált sem þeir voru virtir. En á síðasta aðalfundi félagsins (í síðastl. nóvemhermán.) var sú breyting gerð, vegna þess hve bátar verða sífelt dýrari og hafa hækkað í verði, að færa hámarkið upp í 30. þús. kr. þelta er þegar orðið all-langt mál, eu eg vona að lesendur Ægis, þar sem eg býst við að línur þessar birtist, telji ekki eytt að óþörfu þeirri stund, sem til þess fer að lesa þær og ihuga. Við sem útgerð stundum þurfum að vita hvernig búið er í garðinn a. m. k. i hverjum fjórðungi og þá einkum í aðalstöðvunum. Taka það upp og útbreiða sem verða má til fyrir- myndar og framfara, en bægju þvi brott sem okkur er að engu gagni eða þar sem við fáum betra í staðinn. Og þó sumt sé dálítið með sinu marki brent á hverjum stað (staðbundið) þá er þó margt í okkar innlendu reynslu sem hefir alment gildi; á það ekki sízt við um allan félagsskap viðvíkjandi útvegi og útvegsmálum. Vera má að eg síðar sendi Ægir pistil um útgerðarmál bjá okkur Vestfirðingum. Arngr. Fr. Bjarnason. Mótornámskeiö á Akureyri 1918. Eftir beiðni Fiskifélagsdeildarinnar á Akureyri ákvað stjórn Fiskifélags íslands að fyrsta mótornámskeið á árinu 1918 skyldi haldið á Akureyri, og fór eg því i þeim erindum með e.s. »Lagarfoss« á- leiðis til Akureyrar. En nú sem oftar sann- aðist málshátturinn: »Kongur vill sigla, en byr hlýtur að ráða«, því hafís og storm- ar hömluðu því að hægt væri að komast á skipinu alla leið til Akureyrar. Eg fór frá Reykjavik 7. janúar. Ferðin byrjaði fremur vel, með góðu veðri, kom- um við í Vestmannaeyjum, og fórum það- an 8. s. m. Þann 9. vorum við komnir að Austurlandi, en um kveldið gerði vonsku- veður með kafaldshríð og frosti, svo hvergi sá til lands, og munum við þá hafa verið út af Austurhorni; samt var haldið áfram

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.