Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1918, Blaðsíða 15

Ægir - 01.05.1918, Blaðsíða 15
ÆGIR 75 og tók sér sjálfur ferð á kendur til að kynna sér starfsemi slíks félags í öðrum löndum. Árið 1889 höfðu miklir skiptapar átt sér stað. Tók þá heildsalinn Heinr. Scheller sig til og hélt svo áhrifamikin fyrirlestur í kaupmannasamkunduhúsinu i Kristjaníu að á sama kvöldi voru útnefndir menn til að koma á slíkum félagsskap. Formaður þessarar nefndar var kosinn Axel Juel. Árið eftir dó formaður nefndarinnar og var nú kosinn formaður C. Gunnerstad. Var nú farið að safna meðlimum með ár- legu iðgjaldi, tekið á móti gjöfum bæði innanlands og utan. þannig liafði konung- urinn gefið 1000 krónur, líftryggingarfélag- ið Iðunn álíka upphæð og ýmsir útlend- ingar töluverðar upphæðir. Einnig var settur á stofn smásölustaður (Bazar) í sam- bandi við sýningu á björgunartækjum og skorað á konur og karla að sinna málinu. Hinn 17. jan. 1891 var opnuð björgunar- kaupstefna á leiksvæði Krisljaníu, sem gafst svo vel, að á stuttum tíma safnaðist um 72,000 krónur. Einnig höfðu myndast samtök í fjölda bæja að söfnunum og um vorið í maí 1891 hafði þegar safnast um 100,000 krónur. Hinn 9. júlí 1891 var kallaður saman fundur og félagið stofnað sem kallað var »Norsk Selskab til Skibbrudnes Redning«. Á þessum fundi var kosin 9 manna nefnd til að semja lög fyrir félagið. Hinn 11. júli 1891 var fyrsti fundur haldinn og lög- in samþykt. Starfsemi fálagsins hið fyrsta ár gekk aðallega út á að vinna félaginu fylgi og ráða við sig hvaða björgunartæki væru hentugust í Noregi. Menn sáu, að hin sömu tæki og víða áttu sér stað annarsstaðar, það er fastar slöðvar á landi, áttu ekki við nema að eins á einstöku stað. Hér urðu að vera bjargráðaskip, sem gátu bjargað skipum á rúmsjó, eða áhöfn þeirra, og helzt dregið þau að landi. En hvort þessi skip áttu að vera lítil gufuskip eða seglskip var mikið rætt um, og virðist sem stjórnin hafi átt erfitt að skera úr þessu, þar til lóðsbálur einn við skiptapa mikinn í Langesundbugten hafði sýnt framúrskar- andi dugnað, meiri en nokkur hafði getað ætlað slíkum bát. Hneigðist eftir þetla hugur stjórnarinnar að hinum svonefndu »Redningsskoiter« og árið 1902 ákvað stjórnin ásamt 31 fulltrúa, frá deildum, að smíða 2 björgunarbáta með járnkili, sem kosta áttu 18,000 krónur, fyrir utan 3 minni báta. Enn fremur var stjórninni heimilað að veita alt að 5000 krónum til að fá smíðaða lóðs- og fiskibáta, sem ekki gætu sokkið og jafnháa upphæð til björg- unarráðstafana við veiðiskap. Var nú gert útboð um byggingu slíkra báta og þeim heitið verðlaunum sem bezta teikningu gerði. Fór það svo, að engin teikning var tekin fullgild fj'rirmynd, en eftir mikla yfirvegun var hallast að, að nota lóðs- bátalagið með nauðsynlegum breytingum. Á næstu árum voru smíðaðir nýir björg- unarbátar og þeim skipaðar stöðvar til og frá við fiskiverin og rejmdust þeir á öll- um stöðum ágætlega og á sumum stöðum undursamlega. Þannig var það árið 1884, hinn 14. maí að björgunarskútan »Colin Archer« kom fyrsta sinn til Vardö. Daginn eftir gerði norðaustan rok með snjókomu, þetta har upp á sunnudag, svo skip voru heima í höfn, en í næstu höfn »Havningberg« 3 mílur frá Vardö, voru öll minni skip dreg- in á land, en þilskipin, sem með allri skipshöfn lágu á höfninni, fóru að reka, og fyrirsjáanlegt að engin mannbjörg yrði, ræki þau á land. Nú var simað til Vardö og beðið um hjálp. Eftir ítarleg tilmæli hafnarfógela og

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.