Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1918, Síða 17

Ægir - 01.05.1918, Síða 17
ÆGI R 77 lyktað að mynda skyldi allsherjar björg- unarfélag er tæki yfir alt rikið. í marz s. á. myndaðisl félagið og hlaut nafnið »The Royal National Institution for the Preservation of Life from Skip\vreck«. Félagið tók að sér allar björgunarstöðv- ar við strendurnar, og lét þegar smiða 51 björgunarbát. Verndari félagsins var Georg konungur IV. Áhugi félagsmanna dofnaði þó brátt, en Sir William Hillary hélt félaginu uppi með dug og dáð, og tókst að vekja nýjan áhuga fyrir málefninu í þeirri deild, sem var á eynni Mön. Hann lét og á næstu árum smiða fleiri björgunarbáta. Annarstaðar i rikinu gekk það ekki svo vel. Meðlimatalan lækkaði, tekjurnar rýrnuðu og bátarnir gengu úr sér og urðu ónýtir. En þegar neyðin var stærst, var hjálpin næst. Reyndar var það mikill skipskaði, er varð til að vekja menn að nýju til áhuga i bjargráðunum. í ofsa veðri þann 4. des. 1849, reyndi björg- unarbátur að ná skipshöfn af skipflaki við South Shields. Bátnum hvolfdi. En 20 létu lif sitt af 24 sem á bátnum voru. Ægir krafðist þessarar dýru fórnar, en hún varð ekki til einskis. Púsundir manna hafalifað fyrir dauða þessara hraust- menna. Þetta tjón varð til þess, að tek- ið var af alefli að bæta hjörgunartækin. Menn innan félagsins beittust fyrir málið af mesta kappi og tillög og gjafir streymdu inn i rikum mæli. En það sem verst var við að eiga, var það, að fá hentugt lag á björgunar- bátum, svo að engin hætta væri á að þeim hvolfdi. Þess vegna hét hertoginn af Norðymbralandi 1850, 100 guineum að verðlaunum þeim, er gerði bezta fyr- irmynd af hjörgunarbát. Honum voru send 280 alstaðar að úr veröldinni. Því næsl voru sýnishornin sýnd opinberlega. Það var ekki auðvelt að velja það bezta úr öllum þessum fjölda. En eftir sex mánuði komst nefnd sú, sem sett var til þessa, að niðurstöðu. Verðlaun fékk sú fyrirmyndin, sem gerl hafði James Beaching frá Great Yarmouth. [Bátur 'með þessu lagi gat hafisl sjállkrafa á réttan kjöl. Hann var oft sýndur fyrir framan Ramsgate og reyndist vel. Sjálfhefjandi björgunarbátar, sem nú eru notaðir við Englendsstrendur, eru gerðir eftir þessari fyrirmynd, sem hefir verið fullkomnuð síðan eftir því, sem reynslan hefir kent. Nú á síðari tímnm hafa mótorar verið brúkaðir í björgun- arbáta. En þeir hafa þó ekki alstaðar reynst sem skyldi. Bátarnir verða mjög þungir, og ekki er þorandi annað en að hafa einnig árar. Árið 1901 átti brezka félagið 280 björg- unarbáta með fram ströndum Bretlands og Irlands. Enn fremur hefir félagið gengist fjrrir því, að fiskimenn hefðu góða báta ög veðurvita, er þeir hafa fengið með nið- ursettu verði. Árið 1904 hafði félagið aflað fiskimönnum 4,600 loftþyngdarmæla. Þar sem starfsvið félagsins er svo við- tækt, verður það að hafa mikið fé. — Tekjur þess voru 1907, 3,221,244 kr. Siðan 1824 hafa björgunarbátar fé- lagsins bjargað 31,000 mannslífum. Þar fyrir utan hefir félagið borgað verðlaun fyrir björgun 16,345 skipbrotsmanna. Þannig hefir félagið beint og óbeint ann- ast björgun 48,345 skipbrotsmanna til ársins 1907. Þetta ár fóru bátar félagsins 370 björgunarferðir og burgu 932 mönn- um og 43 skipum og bátum. Auk björgunarbála eru eldilugulæki notuð mjög mikið við strendur Bretlands, til björgunar skipbrotsmönnum. Með þessu móti er skotið mjórri linu yfir á og yfir um það skip, sem í hásk-

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.