Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.05.1918, Qupperneq 19

Ægir - 01.05.1918, Qupperneq 19
Æ Geri eg ráð fyrir, að áður en langt liði, afli Reykjavikurhöfn sér björgunarbáts, og er þá ekki ólíldegt að komasl megi að samvinnu um, að þessi bátur yrði þannig gerður, að hann annist innílóann jafnframt höfninni. Alt þetta ætti að geta komið að tölu- verðum notum, þótt misjafnlega hagi hér til á ýmsan hátt og með æfingunni mundi reynslan sýna hvað bezt hentar. Erfiðast verður umfangsefnið þegar vestar dregur, eru það einkum Ólafsvík, Sandur og ísafjörður, sem erfitt verður að eiga við. Þótt tveir hinir fyrstu staðir þurfi engu siður hjálpar við en aðrir, er útvegur hér svo lítill að mönnum mun þykja of mikið í kostnað lagt, að halda hér út skipi, engin höfn trygg nálægt verstöðvunum, mundi því hér tiltækileg- astur vanalegur björgunarbátur sem sett- ur væri á land með svipuðu fyrirkomu- lagi og á sér stað á vesturströnd Jótlands og áður er getið. Þegar þetta mál væri komið í likt horf og hér um getur, mætti segja að öllu landinu væri að mestu borgið, þar sem flytja mælti skipin til eftir þörf útvegs- ins, þannig, suðurlandsbátana austur eða norður að sumarlagi til, eða ef ekki virt- ist nein þörf fyrir þá til mannbjarga, þá að nota þá til annara starfa, sem reynsl- an sýndi að þeir væru hentugir til og gæfi þeim beztan arð. Að hugmynd þessi hefir mikið fylgi, sýnir bezt áhugi sá sem hér er vaknað- ur, og sést ljósast á áskorun Vestmanna- eyinga til aukaþingsins nú og undirskrifta- skjölum, sem Fiskifélagi íslands hafa ver- ið send úr Grindavik, Höfnum, Keflavik og víðar. Þar sem þetta mál er svo umfangs- mikið, eru það vinsamlegust tilmæli mín, til allra þeirra sem áhuga hafa á þessu máli, að þeir geri svc vel og komi á í R 79 skrifstofu Fiskifélags íslands og láti inn- rita nöfn sín, til þess síðar að geta kallað þá á fund, sem haldinn yrði lil að ræða málið ýtarlegar og koma fram með til- lögur sínar því viðvíkjanói, í von um að einhverntíma lánist að koma slíkum fé- lagsskap á stofn. Fréttabréf. Eskif. 80/3 1918. Mánudaginn hinn 26. þ. m. var gott veður og fóru þá 4 mótorbátar héðan til fiskjar. En um þetta leyti árs er ekki ann- arsstaðar fisks að leita en suður af Lóni eða Hornafirði. Sjóleiðin, sem bátarnir verða að fara, er liin hættulegasta vegna boða og blindskerja. Hinn 26. þ. m. vóru þeir komnir að Vesturhorni, leituðu þar fisks og lögðu línur sínar, og reyndu einnig með handfæri. Að kveldi lögðu þeir á stað með fenginn afla, sumir fyr og aðrir seinna. En kl. 10—11 brast á norðvestan rok með 14 stiga frosti og dimmviðri. Einn báturinn komst til Eski- fjarðar áður en veðrið ska'll á. Annar fékk á sig veðrið, þegar hann var stadd- ur þar, sem leiðin er hættulegust. En formanninum, Finnboga Forleifssyni, góð- um, heppnum og ötulum sjómanni, tókst að ná mynni Reyðarfjarðar og þar lá hann í skjóli við tanga, þar til veðrinu tók að lægja. Að kveldi hins 27. kom hann hingað með 10 skippund af fiski, en þá orðin svo þungur af ís, að meira mátti ekki bætast á hann. Þriðji mótor- báturinn (lH/a smál.) ætlaði sér að halda áfram að fiska á meðan að veðrið leyfði. En illviðrið skall svo íljótt á, að hann komst ekki í hlé, og tókst formanninum Jóhanni Þorvaldssyni, greindum og góð-

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.