Ægir - 01.05.1918, Blaðsíða 21
Ægir
81
þeim báðum; annar mótorbáturinn var
eign Lúðvíks Sigurðssonar á Nesi í Norð-
flrði, en hinn verslunar Örum & Wulffs
á Fáskrúðsflrði. B. S.
Ekki er öllu gleymt Jótt seiut komi.
í síðasta tölubl. »Ægis« var því heitið,
að birta björgun þá, sem varð og fram-
kvæmd var h. 24. marz 1916. Á þetta hefir
ekki verið minst og engin blöð hafa um
þetta getið. Af tilviljun barst þelta í tal
milli mín og annars manns fyrir rúm-
um mánuði og kom okkur saman um,
að birta þetta og leggja það undir dóm
almennings, hvort slík verk séu ekki í það
minsta þess verð, að aðstandendur þeirra
er bjargað er, láti þess getið í blöðunum,
öðrum til að breyta eftir og sem ofurlitla
viðurkenningu þeim til handa, sem góð-
verkið vinna og leggja líf silt í hættu til
þess að hjálpa öðrum.
Skýrslan um björgunina er á þessaleið:
»24. marz 1916 réru 2 mótorbálar frá
Stokkseyri fram á Selvogsbanka; veður var
gott um morguninn, ca. 15 stiga frosl og
logn, en nálægt kl. 11 f. h. kom snögg-
lega bráðveður á norðan og herti frostið.
M.b. Suðri, formaður Guðb. Grímsson,
kom um kvöldið mikið klakaður og menn-
imir byrjaðir að kala; hjá honum slitnaði
lóðin strax og veðrið skall á, hélt svo
heimleiðis án þess hann vissi nokkuð um
hinn bátinn, m.b. Búa, form. Gunnar Ingi-
mundarson. Hið sama veður var svo í 2
sólahringa og voru menn því hræddir um
að hann hefði farist, þar til að fréllist til
hans. M.b. Búi var að taka lóðina er veðr-
ið skall á og slitnaði lóðin strax; hélt
hann svo til lands að Krísuvíkurbergi til
að komast í landvara heim. En nokkru
eflir að hann var kominn undir bergið,
og það á heimleið, birti til, því bylur var
um tíma, og sá hann þá róðrarskip langt
frá landi, kl. 1—2 síðd., með lítil segl uppi
og rak það til hafs, veðrið svo mikið að
þoldi næstum engin segl og engar líkur til
að það næði landi, svo hann sneri við og
elti það og dró það til Herdísarvíkur, því
þaðan var skipið; lcorn þangað kl. 4 siðd.
Formaður á því var Simon Bjarnason og
11 menn á því, orðnir þjakaðir af kulda
og vonleysi um líf. Þeir er síðast náðu
landi þar, sáu það reka til hafs, og löldu
það þvi af. Þar eð orðið var svo áliðið
dags áleist ekki fært að halda áfram heim,
enda þótti gott í slíku veðri að vera kom-
inn til lands, þótli ekki væri heima.
Bóndinn í Herdísarvík, Þórarinn Árna-
son, bauð öllum skipverjum, alls 7 mönn-
um, til sín og hélt þá ríkmannlega í þá tvo
sólarhringa sem þeir voru þar, án þess að
þiggja nokkra borgun fyrir. Einn hásetinn
á skipi því er bjargað var, vinnumaður
séra Ólafs Magnússonar í Arnarbæli, fór
heim til sín daginn eftir, og strax og liann
kom heim, sendi séra Ólafur að Kaldað-
arnesi til að síma hingað að Stokkseyri
um livar báturinn væri«.
(Ritslj.).
Stýrimannaskílinn.
Prófum við hann, sem byrjuðu 18. f. m.
er nú lokið.
Hið almenna slýrimannapróf tóku 26 og
lilutu þær einkunnir er hér greinir:
Árni Árnason...................... 75 slig
Ástmann Bjarnarson ............... 85 —
Björn Oddsson....................105 —
Einar M. Einarsson................ 82 —