Ægir - 01.06.1918, Qupperneq 5
Nr. 6.
ÆGIR.
MÁNAÐARRIT FISKIFJELAGS ÍSLAND
II. árg. | Rey kjaví k. J ú ni, 1918.
yjirlit yjir vetrarvertíðina
rið Faxaflóa 1918.
Alt til þessa hefir þess verið getið í
almanakinu hvenær vertiðir byrji og
endi. Yetrarvertíð á Suðurlandi er talin
að byrja á Kindilmessu (2. Febr.). Eiga
þá vermenn að vera komnir í skiprúm
og mun svo enn tíðkast, þar sem um
opin róðrarskip er að ræða, en þau liafa
svo mjög týnt tölunni hina 2 síðustu ára-
tugi, að þau eru orðin i miklum minni-
hluta og ráðning fólks til skiprúms
minna bundið við vissan dag. Meiri
hluti fiskibáta er nú knúinn áfram með
vélum og byrja þeir vertíðina þegar nokk-
ur von er að fiskur sé kominn á miðin
og má nú reikna vetrarvertiðarbyrjun
hér sunnanlands fyrsta gæftadag eftir
nýár.
Um nýársleitið i ár voru horfur öðru-
vísi en þær hafa áður verið og vonandi
verða eigi framar. Alt sem til útgerðar
þurfti, var afskaplega dýrt og útlit fyrir
skort á bæði olíu og salti og þar við
bættist að fiskverð var óvíst og það svo
mjög að útgerðarmenn gátu ekki reinkað
út hvort þeir mundu tapa, standa í stað
eða græða. Ensku samningarnir frá 1917
giltu ekki fyrir árið i ár og engir nýir
samningar fyrir eða þeir gömlu endur-
nýjaðir. Að semja varð, var flestum ljóst
og menn höfðu þá von, að með því að
geta fært sönnur á það, að allt, sem til
útgerðar heyrði, hefði hækkað svo i verði
hið síðasta árið, gætu þeir fengið það
verð fyrir fiskinn, sem að einhverju eða
öllu leyti væri i samræmi við þá hækk-
un. Þetta var vonin og í henni var byrj-
að. Eins og að undanförnu, söfnuðusl
þegar eftir nýár mótorbátar frá ýmsum
stöðum að Sandgerði, reru þaðan og
seldu afla sinn þar og í Rejdcjvík, en þá,
þegar í verið var komið tóku við hinar
miklu frosthörkur skömmu eftir nýárið
og gæftaleysi, sem mjög dró úr aflanum,
þvi vissa var fyrir því, að fiskur var
nógur hvar sem leitað var, en margir
dagar féllu úr til að ná í aflann vegna
gæftaleysis.
Fyrstu fimm daga ársins var hér blíð-
viðri en á þrettándanum var stórviðri
á norðan með 18—20 stiga frosti, sem
hélst til þess 9. þá var aðeins 4 stiga
frost, en hinn 10. hvesti hann aftur á
norðan með hinni mestu frosthörku og
dró fyrst úr frostinu hinn 17. janúar, en
það herti aftur hinn 18. og komst upp
í 29 stig að sagt var sunnudag 20. Hinn
24. janúar var vindur hægur að austan
og frostlaust og gott veður úr þvi út
mánuðinn. Þar eð höfnin var manngeng
orðin hinn 7. janúar og Sterling var
sagaður út hinn 15., má geta nærri, að
þeim mörgu mótorbátum, sem á höfn-
inni lágu innifrosnir voru allir vegir
bannaðir.
í febrúar var vonskuveður í 11 daga