Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.06.1918, Qupperneq 6

Ægir - 01.06.1918, Qupperneq 6
86 ÆGIR og meiri hluta mánaðarins voru umhleyp- ingar og úfinn sjór, en nægur fiskur fyrir þegar gaf. Þessi stirða tið hélst fram i miðjan marz, en seinni hluta þess mán- aðar var góðviðri; var þá byrjaður nela afii, en á lóðir var fiskur tregur, þvi sýlið var komið. Verð á fiski fór hækkandi og útlit fremur golt. Seinni hluta mánaðarins urðu menn varir við fisk hér á grunn- miðum og var þá farið að róa á opnum bátum hér og i grendinni og hafa róðrar siðan verið stundaðir af kappi. Á opna báta hafði lítið verið minst hin siðustu árin, að eins vissu menn að einhverjir bátar voru enn þá til, en þeir urðu margir þegar leitað var og um tima munu um 100 fleytur hafa stundað veið- ar héðan og úr grendinni. Alt var notað sem ílotið gat en lélegur útbúnaður var á mörgum þessum fieytum og má það furðu kalla, að af þeim sjóferðum varð ekki stórslys, þar sem margur af þeim er reri og kallaður var formaður, var starfinu óvanur og lítið orðið um góða bátaformenn hér um slóðir, sem skiljan- legt er, þar sem sú útgerð hefir iitið verið stunduð hér i fjölda mörg ár. Sunnudag- inn 7. april skall þó hurð nærri hælum. Þann morgun reru menn alment og langt. Um hádegi var komið stórviðri á austan og voru menn hræddir um að einhverjir mundu ekki ná landi en von- uðu þó að mótorbátar þeir er á sjó voru mundu liðsinna þeim, sem verst væru staddir, enda varð sú raunin á. Allir náðu landi er úr Reykjavik reru, en 2 bátar fórust frá Akranesi þann dag. Áhugi manna virðist nú vaknaður fyrir þessari gömlu útgerð. Nokkrir bátar hafa verið smíðaðir í vetur og vor. Áður fyr kostaði fjögramannafar með seglum og árum um 200 kr., nú fæst það ekki fyrir minna en 600 kr. Brækur og skinnstakk- ar eru varla til lengur og menn þvi hlifa- litlir, því stígvél og olíubuxur halda ekki vætu til hlýtar, og ýmislegt má telja upp, sem vantar á þann útbúnað er áður var. Við bráðabyrgðarupptalningu á bátum í vor reyndust hér að vera rúmar 120 fleytur. I maíbyrjun barst mikið af fiski á land á bátum þessum og höfðu menn af því góða atvinnu, nýr fiskur á fisksölustöð- um og götum bæjarins var seldur á 12— 14 aura pundið, en sunnudaginn 12 maí var fiskur boðinn á götunum fyrir 8 aura, þvi þá var saltlaust og eigi lengur hægt að hirða aílann og leit út til stórvand- ræða, en 14. mai kom hingað saltskip til »Kol og Salt« og fengu menn þá úr- lausn svo að róðrar gátu haldist og hefir aflast mæta vel síðan. í Höfnum hefir orðið meðalvertíð. í Garði og Leiru varð aíli fremur rýr yfirleitt og fremur tregur fiskur í vor. 1 Sandgerði varð hæsti afli á 12 tonna bát um 270 skpd. yfir vertiðina en stærri vélbátar höfðu sumir mun meiri afla, liæstur afli 350 skpd., en ógæftir og frost- in drógu úr sjósókn og varð afli þvi mjög mismunandi. í Keflavik, Njarðvik, Vogum og Strönd var afli góður. Hafnarfjarðar hefir áður verið getið í 5. tbl. Á Akranesi tálmaði gæftaleysi mjög, fiskur nógur fyrri hluta vertíðar, en ekki hægt að ná i hann vegna stirðrar veðr- áttu, og þegar svo gefa tók á sjó var fiskur horfinn af miðum og kominn upp að landi og var því farið oflangt og of- seint leitað á grunnslóðum. Á vertiðinni komu nokkrir enskir botn- vörpungar til Reyjavíkur og að sögn stunduðu margir veiðar fyrir sunnan land. Þessir botnvörpungar stunduðu veiðar úr Reykjavik: »Njörður«, »Snorri Sturlu-

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.