Ægir - 01.06.1918, Side 8
88
ÆGIR
/ •
(
Fæði handa manni er óhætt að reikna
70—80 krónur á mánuði hverjum, að
óreiknuðum nýjum fiski.
Ný skip.
Frá útlöndum eru nýkomin 4 mótor-
skip, eign hérlendra manna; eru þau öll
nýsmíðuð í Danmörku, og heita þau:
»Faxi«, eign kaupm. Sigurjóns Péturs-
sonar o. fl., »Skaftfellingur«, eign Skaft-
fellinga, vöruflutningaskip, »Bifröst«, eign
kaupm. Jóns Björnssonar í Borgarnesi
og »Björgvin«, eign Einars Sveinbjarnar-
sonar i Sandgerði o. fl.
»Faxi hefir fengið útbúnað til botn-
vörpuveiða og hefir stundað þá veiði-
aðferð síðan síðustu daga í maí og hepn-
ast vel.
Úr Hagtíðindum.
Árið 1917 fluttust inn 22 299 tonn af salti og 18 971 tonn af kolum. Er það
hvorttveggja að eins lítill hluti af aðflutningi undanfarinna ára, svo sem sjá má á
eftirfarandi yfirliti:
Salt Kol
1913... 43 þús. tonn 104 þús. tonn
1914... 50 — — 113 — —
1915... 52 — — 83 — —
1916... 48 — — 64 — —
1917... 22 — — 19 — —
í 5. flokki vörutollsins er trjáviður, hurðir, gluggar, húsalistar, tunnustafir og bát-
ar. Af þessum vörum fluttust inn árið 1917 alls 325 456 teningsfet. Er það hjer um
bil helmingur af innflutningi ársins á undan (643 þús. teningsfet). Árið 1915 var þessi
innílutningur aftur á móti ekki nema 471 þús. teningsfet.
Pyngd tollvaranna.
Með því að gera áætlun um þyngd þeirra vörutegunda, sem gefnar eru upp til
tolls í lítrum og teningsfetum, má fara nærri um, hve mikil hefir verið þyngd allra
tollvaranna í heild sinni og þar með mestallur vöruflutningur til landsins. Telst svo
til, að þyngdin hafi verið svo sem hér segir (talið í tonnum:
1917 1916 1915 1914 1913
Vörutollsvörur ... 78 473 167 793 185 696 210 377 194 565
Aðrar tollvórur .. 4 917 3 670 3 995 3 363 3 309
Samtals... 83 390 171 463 189 691 213 740 197 874
Yfirlitið sýnir, að síðastliðið ár hefir innflutningur á vörum, sem vörutollur er