Ægir - 01.06.1918, Page 13
ÆGIR
93
1. gr.
Skylt er kaupmönnum, félögum, útgerðarmönnum, og öðrum að bjóða útflutn-
ingsnefnd þeirri, sem skipuð var af stjórnarráðinu 3. þ. m. til söluráðstafana eftir-
greindar íslenzkar afurðir, sem framleiddar eru á yfirstandandi ári og eigi þurfa
beinlínis til heimanotkunar hér á landi.
1. fiskur alskonar
2. sild,
3. lýsi,
4. þorskahrogn,
5. fisk- og síldarmjöl,
6. kindakjöt,
7. ull,
8. gærur.
Bjóða skal útflutningsnefndinni greindar afurðir eins fljótt og auðið er, og
ekki siðar en tveim mánuðum eftir að framleiðslu þeirra er að fullu lokið.
2. gr.
Bannað er kaupmönnum, félögum, útgerðarmönnum svo og einstökum mönn-
um að flytja til útlanda eða selja til útlanda eða gera samninga um sölu til útlanda
á.islenzkum afurðum, sem greindar eru í 1. gr. þessarar reglugerðar og framleiddar
hafa verið á yfirstandandi ári.
3. gr.
Afurðir þær, sem greindar eru í 1. gr. reglugerðar þessarar og framleiddar
hafa verið á yfirstandandi ári og eigi þurfa beinlínis til heimanotkunar hér á landi,
má enginn hafa í vörslum sínum hinn 28. febrúar 1919, nema umboðsmaður stjórna
Bandamanna eða útflutningsnefnd.
Ennfremur er að sjálfsögðu vítalaust að geyma umræddar afurðir fyrir um-
boðsmann stjórna Bandamanna eða útflutningsnefnd.
4. gr.
Nú vill eigandi eða umráðamaður afurða þeirra, sem greiddar eru í 1. grein
þessarar reglugerðar og framleiddar eru á yfirstandandi ári, ekki selja þær því
verði og með þeim skilmálum, sem síðar verða auglýstir af útflutningsnefnd, og
skulu þá afurðirnir teknar eignarnámi.
5. gr.
Útflutningsnefnd auglýsir á þann hátt sem hentugast þykir, nánari fyrirmæli
og reglur um sölu, söluskilmála og söluframboð á afurðum þeim, sem reglugerð
þessi ræðir um.
6. gr.
Lögreglustjórar skulu, hver i sínu umdæmi, liafa stöðugar gætur á því, að