Ægir - 01.06.1918, Page 15
ÆGIR
95
■ReÉiuÉerð
um
innflutning á vörum.
Samkvæmt heimild á lögum nr. 6, 8. febrúar 1917 um heimild handa lands-
stjórninn til ráðstafana til tryggingar aðflutningum til landsins, eru hér með sett
eftirfarandi fyrirmæli:
1. gr-
Engar vörur má flytja hingað til lands frá útlöndum nema til þess sé fengið
leyfi innflutningsnefndar þeirrar, er skipuð var 3. þ. m. Frá þessu eru þó undan-
skildar þær vörur, er landsverslúnin fyrir hönd landsstjórnarinnar sér um að fluttar
séu til landsins. Innflutningsnefndin hefir skrifstofu í Reykjavík.
2. gr.
Þeir sem vilja fá leyfi innflutningsnefndar til þess að flytja vörur til landsins
skulu, um leið og þeir snúa sér til hennar, gefa upplýsingar um vörutegundir þær
og vörumagn er þeir vilja fá innflutningsleyíi fyrir, svo og hvaðan vörurnar eiga
að koma og ákvörðunarstaðinn hér á landi. Ennfremur er vöruinnflytjendum skylt
að gefa innflutningsnefndinni skýrslur yfir þær vörutegundir og vörumagn, er þeir
hafa flutt til landsins næstliðin 3 ár, 1915, 1916 og 1917, og að öðru leyti að við-
lögðum drengskap láta henni í té þær frekari upplýsingar, gögn og staðfestingar,
er hún kann að óska.
3. gr.
Innflutningsnefndin má ekki veita innflutningsleyfi nema um takmarkaðan
tima og gegn því að sá, er flytja vill inn vörur, skuldbindi sig til að afhenda inn-
flutningsnefndinni eftirrit af hverjum vörureikningi (factura) jafnskjótt og vörurnar
koma til landsins og vörureikningarnir koma i hans hendur.
4. gr.
Þegar vörureikningar frá útlöndum eru aíhentir samkvæmt 3. gr.; skal jafn-
framt greiða innflutningsnefndinni 1 af hundraði af fjárhæð hvers vörureiknings
sem borgun fyrir innflutningsleyfið, þó aldrei minna en 2 kr.
5. gr.
Brot gegn ákvæðum reglugerðar þessarar, varða sektum alt að 100000 kr.,
enda varði brotið ekki [þyngri refsingu að lögum. Vörur þær, sem eru fluttar til