Ægir - 01.06.1918, Side 23
ÆGIR
103
Alt lýsi, sem talið er meðalalýsi, og ekki lýtur þessum skilyrðum, skal flokkað
sem iðnaðarlýsi.
Frá andvirði alls annars lýsis en meðalalýsis, verður dregið hlutfallslega mið-
að við það, hve mikið sje i þvi af efnum umfram l°/'o, sem ekki geta orðið að
sápu.
11. gr.
Það er ófrávikjanlega nauðsynlegt, að hver seljandi sjái um að hans lýsistunn-
ur sjeu í hvert sinn merktar á báðum botnum þannig:
Merkja skal fyrst einkennisstafi seljanda, ekki færri en 2, og þar undir einn
upphafsstaf er tákni lögheimili seljanda. Neðar á báðum botnum skal merkja
Rinn staf (A—F) er tilheyri þeim flokki er lýsið greinist i af matsmönnum. Við
hliðina á þeim bókstaf skal setja tölustaf, og bókstaf þar sem það á við, sem tákn-
ar gæðastig lýsisins, innan aðalflokksins eftir matinu.
Dæmi: Fyrsta flokks gufubrætt meðalalýsi merkist A. I. A., en annars flokks
gufubrætt meðalalýsi merkist A. I. B., en hrátt meðalalýsi merkist A. 2. Ljóst
iðnaðarlýsi merkist B. I., en ljóst súrlýsi merkist B. 2. A. Ljóst gufubrætt hákarls-
lýsi merkist E. I. og ljóst pottbrælt hákarlslýsi merkist E. 2. Þykt pressulýsi merk-
ist F. o. s. frv. Það er mjög áriðandi að liturinn, sem merkt er með, sje sem
minst afmáanlegur, til þess að koma í veg fyrir, að nokkur seljandi geti mist við-
bótarandvirðið vegna þess að merki hans þekkist ekki. Ef lýsið verður flutt út
ógreinilega merkt, er það á ábyrgð seljanda og getur hann átt á liættu að jafnvel
ekkert verði borgað út, ef slikar athugasemdir koma á farmskrána.
12. gr.
Komi það fyrir seinna meir, að fulltrúi Bandamanna afsali forkaupsrjetti sín-
um, má útflutningsnefndin flytja vöruna út til viðtakanda í löndum Bandamanna,
Bandarikjanna i Norður-Ameriku, eða til viðurkendra viðtakenda í viðurkendum
hlutlausum löndum að áliti Bandamanna. Um þessa vöru gilda þó sömu reglur og
ákvæði, sem þegar eru tekin fram.
Fulltrúi Bandamanna hefir fallist á fyrst um sinn að sinna öllum framboðum,
sem kunna að koma á allskonar lýsi, samkvæmt þessum reglum.
Reykjavík, 12. júni 1918.
Thor Jensen, Pjetur Jónsson.
p. t. formaður.
Ó. Benjaminsson.