Ægir

Volume

Ægir - 01.08.1918, Page 8

Ægir - 01.08.1918, Page 8
128 ÆGIH í þeim greinum, með það fyrir augum, að af islenzku skipi geti skipsböfn slrokið í framandi landi, og að skipstjóri og stýrimaður þá, geti sagt til verka þegar ráða verður annara þjóða menn á skipið i stað þeirra er fóru. Tímarnir eru að breytast, sjómanna- þekkingu miðar hröðum fetum aftur á bak, einmitt þegar henni ætti að miða áfram og alt heimtar það. Sjómennirnir sjálíir verða að fá þann skilning á mál- inu, að þetla verður þeim fyrir bezlu, og það er ekki rétt að þegja um þetta, þvi verra lif fyrir einstaklinginn get eg ekki hugsað mér, en að vera kominn út á skip, lögskráður stýrimaður og verða að játa fyrir skipstjóra og láta skiphöfn sjá vankunnáttu í því, sem alt er undir komið, en það er öll tilhögun á skipinu og þess gózi. Samheppni í siglingum hér til lands má búast við eftir stríðið. — Þar verða það liinir islenzku sjómenn, sem með þekkingu sinni, orðstýr og kurteysi draga úr henni, en vanti það, þá liafa keppinautar flutning og farþega og við verðum að horfa á. Einu verðum við að muna eftir og það er fáninn. Sé farið að sýna hann í útlöndum, þá verða skip þau er hafa hann &að líta út eins og erlend skip og alt verður að reyna til þess það heppnist. Stýrimannaskólauum yfirleitt kemur ekkert aí þessu við, sem eg hef tekið fram, en í landi, sem er að fá sjálfstæði, fána og eignast verzlunarskip, þar verður skólinn að lijálpa til, að alt fari sem bezt i lagi hjá þeim, sem hafa piófvott- orð frá honum. Hann verður eins og hér stendur á að vera ráðgjafi og styrkur stéttarinnar. Til þess eru ýms ráð og þau verða að komast til framkvæmda hið fyrsta, eí vel á að fara, svo að menn fari að rakna við og komist i skilning um það, að stýrimannafræðin er þeim sjómanni þýðingarlaus, sem ekki kann almenna skipavinnu og skipasiði. Til þess að öðlast réttindi til að verða yfirmaður á sldpi er í mörgum löndum heimtað, að við prófið sé reynd þekking manna á skipsreiða, aðferðum við alla vinnu, björgunaraðferðum m. fl. og eru lil margskonar bækur um það efni til stuðnings athugunum og reynslu manns- ins sjálfs og framsetningar við prófin. 1905 samdi eg lítinn pésa með samskonar sniði ætlaðann fiskimönnum hér. Notaði eg þar algengu heitin á skipsíjöl, sem hér voru þá og höfðu lengi verið höfð, en forðaðist nýgerfinga og sérvisku þá, sem jafnvel þá var farið að brydda á, þvi mér var það ljóst og mér er það enn, að þau heiti fái að eins festu meðal sjómanna, sem þeir skira sjálfir eða þá, sem þeir mynda, sem er það fullljóst livað það er og lil hvers það er, sem þeir gefa nafn og hitta á, að sjómaðurinn finni með sjálfum sér, að hugmynd og orð séu rétt; aðrir ný- gerfingar komast þar ekki á. Á skipum er litill tími til útskýringa þegar flest heitin eru nefnd, en það er þegar hann rýkur og öll segl þarf að talca frá, rifa og bjarga möstrum og seglum, til þess að bjarga sjálfum sér og skipi, þá fer bezt á því að hinn litli hópur, sem þá gengur að vinnu langt frá allri hjálp á koldimnri vetrarnótlu skilji skipanir verkstjórans, enda geta hinar hneikslan- legu málleysur okkar sjómanna engar næmar tilfinningar sært, þar eð þær heyrast ekki inn í hlýjar stofur, sem eru helztu /abriknr nýgerfinga þeirra, sem enn hafa sést i þá átt. Kver það er eg samdi var laust við nýgerfinga, enda fékk eg skammir í riti cinu fyrir það og það svo munaði um.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.