Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.08.1918, Qupperneq 9

Ægir - 01.08.1918, Qupperneq 9
ÆGIR 129 — Kverið kendi þó ekki annað, en það sem aðrar þjóðir heimta að sfnir sigl- ingamenn viti, en það átti ekki við hér. Slika og þó miklu fullkomnari bók þarf hér til leiðbeiningar sjómönnum, en hver vill taka að sér að semja bókina? Eg man eftir útreið þeirri sem eg fékk, en einhver verður að reyna aftur. Hér er háskólakennari í vinnuvísind- um, sem gerir tilraunir og hvetur menn til þess, að öll vinna á landi fari fram eftir vissum reglum, sem spara líma, aíl og kenna vandvirkni, eða með öðrum orðum, það á að kenna mönnum vinnu, en vinnulag er enn þá óákveðið, þess vegna rannsóknir og tilraunir. — Á skip- um er þetta alt öðru vísi — þar er alt .vinnulag ákveðið, alt unnið eftir föslum reglum, sem reynsla hefir sýnt að eru þær einu réltu. Á velhirtu stóru skipi eiu vinnuvisindi fullkomin, þar er ekki eitt i dag og annað á morgun, en þau halda þó áfram að fullkomnast, eflir þvi sem skip stækka og fleira verður við- fangs, en öll viðbót b)'ggist þó á hinurn gamla fasta grundvelli og í samræmi við hann, því hann stendur óhaggaður. Af þessu leiðir, að skipin sjálf eru hinn bezli skóli, en sökum þess hve alt er ákveðið, þá geta fyrirlestrar komið að góðu gagni til þess að opna augu sjómanna fyrir þvi, hvað það er, sem þeir helzt þurfa að vita og skilja. Við viljum verða sjálfstæð þjóð, og undir það verðum við að búa okkur. Sjómannastéttin verður að geta lekið að sér siglingar vorar og það verður hún, sem kemur fram fyrir landsins liönd erlendis. — Enginn okkar manna hefir rétt eða þekkingu til að búa til sjókorl og svo niun um margt fleira. Með sjálf- slæðishugmynd — hlýtur að fylgja und- irbúningur til þess að vera ekki upp á aðra kominn, þegar sjálfstæði er fengið. Verklegri þekkingu má síst af öllu gleyma og vonandi lagast all svo til hins betra, að prófritgerðir Stýrimannaskólans megi framvegis hljóða um eitthvað það efni, er atvinnuna snertir, og að það ástand hælti, að þeir sem verkefnin eiga að taka til, verði að hafa það hugfast, að prófsveina verður að álíta svo litilfjörlega siglingamenn, að þeir geti ekki gerl grein fyrir neinu, sem atvinnu þeirra varðar. í raun og sannleika er þetta móðgun fyrir prófsveina, en þannig verða þó prófdómendur að haga sér, sökuiu þess hve illa stéttin er að verða að sér i öllu því, er að siglingum og skipaverkum lýtur. Rcykjavik 28. ágúst 1918. Sveinbjörn Egilson. Áhrif árstíðanna á líf nytsemdarfiska vorra. Eftir Bjiirua Sæmundsson. 2 Ætisgöngurnar og dreifing goifiskanna. Það var sýnt fram á það i fyrsla kafla ritgerðar þessarar, 1 3.-4. tbl. Ægis þ. á., að hrygning' nytsemdarflska vorra fleslra fari fram að vorinu til, af þvi að sá timi ársins væri einmilt hinn hentug- asti fyrir hana, vegna þess, að þá kæmu hin beztu skilyrði fyrir klakningu og vexti seiðanna, vaxandi hiti og með honum hentugt viðurværi handa þeim. Þar var og slptllega drepið á það, að vegna lirygningarinnar yrðu þessar fiska- tegundir að takast íerðir á hendur, safn- ast saman á þessum tíma ársins á þeim svæðum, sem liitans vegna væru hæfileg til hrygniugar: grunnin við suður- og vesturströnd landsins. Ennfremur var

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.