Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1918, Síða 11

Ægir - 01.08.1918, Síða 11
ÆGIR 131 sandsíli (trönusili) og — þótt mikill sé stærðarmunurinn — beinhákarlinn. Eg hefi nú gefið stutt yfirlit yfir fæðu- legundir 5’missa belzlu fiskanna og skaí þvi næst reyna að sýna fram á, hvernig þeir að lokinni hrygningu verða að gefa sig alla við því að afla sér fæðu og vinna það upp, sem þeir höfðu mist í holdum, meðan þeir voru að fullnægja hinni miklu fyrirskipun náttúrunnar, að aukast og margfaldast og hvernig fæðan svo ræður öllum þeirra gerðum, ef svo mætti að orði komast og ákvarðar hreyf- ingar þeirra og dvalir á ýmsum stöðum. Það hefir áður verið tekið fram, að fiskurinn gýtur yfirleitt að eins á grunn- unum við suður- og vesturströndina, þar sem dýpið er 60—70 faðmar eða minna, en hrygningargrunnin eru eigi nema lítill hluti af öllu því svæði, sem nefna má fiskigrunn landsins og dýpið á er alt að 200 faðmar. Mér hefir talist svo til (Andvari XXXII, bls. 138), að þetla svæði sé um 3400 Qmílur og svæðið út að 100 faðma dýpi nálega helminni minna, cn hrygningargrunnin eru varla meira en tiundi hlutinn af því, eða eitthvað nálega 400 mílur. Á hrygningarsvæðinu er að staðaldri allmikið af ýmiskonar fiski, eins og siðar verður vikið betur að, bæði vetur og sumar og þar á meðal vist ekki svo fált of gotfiski, en um hrygn- ingartimann safnast þar saman miljónir af ýmsum fiskategundum af öllu fiski- svæði landsins og má þá nærri geta, að þar verði þröng á þingi og þar mætli vera mikil gnólt matar, ef allur sá fiskur ætli að geta lifað þar að staðaldii. Þvi er heldur ekki þannig farið og þess vegna verður mest af fiskinum að fara þaðan aitur að lokinni hrygningu, til þess að leila sér fæðu. Retta atriði er afarmerki- legl fyrir fiskveiðar vorar, þvi að það verður þvi valdandi, að á vorin verður sífelt Jjurtstreymi af fiski trá hrygningar- svæðinu, ef svo mætti segja, eða göngur sem leita í allar áttir, sumpart út á djúpmiðin (bankana) úti fyrir hrygn- ingarsvæðinu, sumpart norður með landi og norður fyrir land, bæði að vestan og auslan og þessi vorskrið eða göngur í maí og júní norður og austur fyi’ir land gefa tilefni lil hinna miklu sumarveiða á svæðinu úti fyrir Vestfjörðum, Horn- ströndum, Norðurlandi og Austfjörðum. Göngurnar suður á hrygningarsvæðið á vetrum eru gotgöngur, göngurnar norð- ur á bóginn á vorin eru ætisgöngur, o: fiskur sem er að elta æti eða fylgiasl með því og það liggur i augum uppi, að þetta æli og hreyfingar þess er »Iifið og sálin« í þessu ferðalagi nytjafiskanna, og liggur þá næst að íhuga nákvæmara, hvert þelta æti er og getur svarið orðið lil bráðabirgða o: svifdýr og flökkudýr, aðallega krabbadýr og smáfiskar, sem lifa mest á þessum krabbadýrum. Af krabbadýrunum má fyrst og fremst nefna rauðátuna Calanus Finnmarchicus o. fl., sem getið var um í fyrstu greininni; hún telst lil hinna s. n. krabbaflóa og er svo smávaxin, að hún sést að eins með ber- um augum. Á veturna lifa þessar smá- agnir einhverstaðar úti í regindjúpi fyrir sunnan og austan land, en með vorinu berast þær inn á grunnin nær strönd- inni og fara þá að aukast þar svo og marg- faldast með vaxandi sjávarhita og fæðu- gnægð, að sjórinn verður smámsaman krökur af þessum ögnum, þar sem hann er heitastur. Fyrst gerist þella við suðurströndina, en eftir því sem líður á vorið hitnar i sjónum norður með land- inu og færist þá átan siuámsaman með, unz hún er komin alla leið norður og austur fyrir land í júlí—september og verður svo afarmikil þar úti fyrir ströndunum, i Iilýrri sjónum milli lands

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.