Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.08.1918, Qupperneq 13

Ægir - 01.08.1918, Qupperneq 13
133 ÆGIR land er að eins um fallvaxna loðnu að ræða), sem lifír þar á smáálunni, en hún er mikið dreifðari en loðnan við suðurströndina. Finst oft mergð af þess- ari loðnu þar í fiski á sumrin. Með vetrinum virðist loðnan draga sig til djúpanna saman með átunni. Á þessum ferðum sínum leygir loðnan með sér þorskinn á sumrin norður með land- inu og alt norður fyrir land, auk þess sem hin (yngri og eldri) verður mikill þáttur í fæðu yngra fiska, sem er fyrir á þessum slóðum, þegar hún kemur þar, en sjálf er hún lokkuð af fæðu sinni, smáátunni. Annar þessara ætisfiska er sandsílið (trönusilið1, smokksíldin, mjóasilið eða hvað það nú er nefnt á ýmsum stöðum). Af því er afarmikil mergð hér við land, liklega ekki minna en af loðnunni og alt i kringum landið; þó virðist, eftir ýmsu að dæma, vera mildu meira um það við suður- og vesturströndina, en það gýtur víst alt i kringum land, en litið er kunnugt enn um hrj'gningu þess; þó má telja það vist, að það gjóti á vor- in og sumrin og það gýtur á botni. — Sandsilið lifir á smáátu, eins og loðnan og á fiskaseiðum, er á veturna að lík- indum úti i djúpunum, en á útmánuðum fer það að koma á miðin við suður- ströndina og sækir svo meira og meira inn á grunnin, bæði þar og í Faxaílóa og lengra og lengra norður með vestur- ströndinni og er á þessum slóðum að þvi frá þvi í mai og langt fram á haust; oft er það í feikna þéttum hnöppum eða torfum og fer stundum alveg upp í flæðarmál, svo að undan þvi fjarar með útfalli. Rað helzt á lausum sandbotni, 1) Önnur miklu stærri, en fremur fáséð teg- und af þessu tægi, er nefnd þessu nafni sér- staklega. einkum skeljasandbotni, á 10—30 faðma dýpi og grefur sig niður í hann þegar hættur ber að höndum. Af þvi hefir það fengið nafnið. í Faxailóa og víðar, má oft sjá samtímis á sumrin þrjá stærðar llokka af því, einn 15—18 cm., annan 8—13 cm. og þriðja 4—6 cm. Ef til vill eru það þrír »árgangar«. Á þessum umgetnu slóðum hefir sand- sílið afarmikla þýðingu, sem fæða fyrir fisk bæði þorsk og þyrskling, ýsu, ufsa, lýsu, skarkola, smálúðu og jafnvel síld. Fiskurinn, bæði yngri og eldri, liggur í því alt vorið, sumarið og fram á haust og verður bæði stór og feitur af. Og það er ekkert efamál, að það er sandsílið sem veldur því, að svo mikið er um fisk á grunnmiðum úti í Faxaflóa og norður með allri vesturströndinni á sumrin og hauslin. Já, meira að segja það er lika aðalviðurværi margra nyt- samra fugla, sem verpa i eyjunum við suður- og vesturströndina (Vestmanna- eyjum, Faxallóa og Breiðafirði), svo sem kriu, ritu, (skeglu) lunda og svartfugls. Við norður- og austurströndina virðist ekki vera nærri eins mikið um það, eftir þvi að dæma, hvað af því finst í fiskamög- um þar. Undir veturinn, í október og nóvember hverfur það af grunnunum og dregur sig þá liklega til djúpanna, eins og áður er sagt. Bj örg’unarskip við Vestmannaeyjar. Eins og getið hefir verið í blöðunum, liefir hr. lyfsali Sigurður Sigurðsson frá Vestmannaeyjum, dvalið hér i bænum síðan um miðjan ágúst, til þess að und- irbúa og afla sér nanðs^mlegra uppljrs-

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.