Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.08.1918, Qupperneq 14

Ægir - 01.08.1918, Qupperneq 14
134 ÆGIR inga um hinn bezta og greiðasta veg, til að Vestmanneyingar geti fengið björgun- arskip, svo úr garði gert, að þeir megi við una og iðrist ekki á fyrstu missirum eftir kaupin. Eftir að björgunarfélag í sumar var stofnað í Eyjunum og miklu fé safnað í sjóð þar, réðu menn af að senda hingað mann til eflingar fyrirtækinu og varð hr. Sigurður Sigurðsson fyrir valinu. Ahugasamari mann gátu Vestmanney- ingar ekki sent, vart heldur mann, sem skilur björgunarmálið betur og fyrir Eyjarnar mundi það happ ef hann eða annar honum jafnsnjall yrði sendur til útlanda til frekari framkvæmda, þegar mál þetta er komið það langt áleiðis, að smíði á björgunarskipi verður samþykt. IJar eð hér er um hið fyrsta björgun- arskip landsins að ræða, þá verður að vanda til þess, það verður að vera svo úr garði gert að það að öllu leyti svari til fyrirtækisins. Með þessu fyrsta skipi stendur og fellur björgunarskipshug- myndin, hvort sem það byrjar í Vest- mannaeyjum eða annarsstaðar. Þess vegna þarf sendimaður til þeirra skipa- kaupa, að vera það einbeittur að hann fari þá leið, sem félag þgð er sendir hann ákveður, og að hann sýni þrek til að forðast spekúlanta, sem vilja nota sér för hans, því mörgum slíkum mnn hann mæta á þeirri ferð. í margar aldir, hafa fiskveiðar verið stundaðar við strendur landsins og fjöldi manna hefir látið lífið við þann atvinnu- rekstur, en svo mikið hefir áhugaleysið og mókið verið, að ekki hefir þótt taka því að halda við góðum bjargráðum eins og t. d. séra Oddur sál. Gíslason gaf fiskimönnum. Svo er sagt, að eftir því sem sunnar dregur á hnettinum eða í hinum heitu löndum, sé mannslífið álitið litils virði og mun það satt vera, en varla mun það verðminna þar en á íslandi í hugmynd manna yfirleitt. Á hverju hausti i stormatíð horfum við á litla mótói’báta leggja út á hafið, svo hlaðna af fólki, að óvarlega mætti kalla farið að flytja svo marga menn á bátnurn milli skips og lands á höfninni. Þessu og öðru kæruleysi á sjóferðum er enginn gaumur gefinn. Nú hafa Vest- manneyingar risið upp fyrstir allra hér á landi. Af kappi er nú barist fyrir því, að þeir fái bjöi’gunarskip og þegar það er fengið, nlun það sannað, að verkefni fyrir það verður nóg. — Undirtektir manna hér i Reykjavík i björgunarskips- hugmyndinni hafa vei’ið hinar beztu. Allir sjá þöi’fina, til þess á einhvern hátt að draga úr hinum mikla mannamissi i sjóinn, og vilja létta hin fyi’stu spor í þá átt — að di’aga úr honum. En til þess að alt þetta takist sem bezt, þá ætti félagið í Eyjunum, að athuga það vel, hvort ekki væri ráðlegt, að fá noi’skan mann, vanan björgunarstarfinu, til þess að vera fyrir bátnum fyrsta árið, láta þann, sem ætlast er til að verði skip- stjóri bátsins, vera stýrimann fyi’sta ái'ið hjá þeim norska, læra af honurn aðfei’ð- ir, til þess að geta kent sinum mönnum og öðrum á eftir. Við íslendingar kunnum engar björg- unaraðferðii’, höfum ekki einu sinni nennt að lesa um þær og ættum að fai’a að varast, að taka að okkur störf, sem við ekkert skynbragð berum á, því tim- ai’nir hafa bre)7st svo og fara að breyt- ast svo, að kunnáttu verður krafist til hinna ýmsu stai’fa, þar sem augu manna eru fai’in að opnast það, að fáir trúa þvi, að við hér séum það fremri öðrum þjóðum, að við getum tekið að okkur hvaða vei’k sem ei’, án nokkui’s undir- bixnings. Það megum við ekki heldur álita sjálfir, því heilbi’igð skynsemi segir

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.