Ægir

Volume

Ægir - 01.08.1918, Page 18

Ægir - 01.08.1918, Page 18
138 ÆGIR skeður með kröftugum lampa, eða með sérstaklega tilbúnu hitamildu eldsneyti, sem er í svokölluðum Brikketter, og sem automatisk flyst inn í eldhólfið. Skortur á hráefnum mun vera orðinn töluverður á Norðurlöndum. Útflutnings- leyíi var oft bundið þeim skilyrðum, að i stað tilbúinna véla varð að láta til- svarandi hráefni eins og var i vélunum. Útflutninsleyfi á vélum og járnvöru frá Noregi og Svíþjóð, mun töluvert erfitt að fá, en hefir oft fengist með sérstöku leyfi viðkomandi valdhafa. Allar frekari upplýsingar viðvíkjandi mótorum og öðrum vélum, mun eg ef óskað er láta í té, að svo miklu leyti sem mér er fært. Ólajur Th. Sveinsson. Förin til Jan Mayen. Fréttaritari Morgunblaðsins á Siglu- firði hefir átt tal við hr. Gunnar Snorra- son kaupmann frá Akureyri um för vélbátsins »Snorra« til Jan Mayen. En eins og kunnugt er, var Gunnar fyrir þeirri l'ör. Honum sagðist svo frá: — Við fórum frá Siglufirði að morgni hins 24. júlí og komum til Jan Mayen að kvöldi hins 29. sama mánaðar. Tók- um við land hjá Norðvesturhöfða og hittum þar fyrir norskt skip »Ludolf Eide« frá Haugasundi. Skipstjóri þess var Lars Sakse, sem mörgum er kunnur hér norðanlands og voru fjórir íslend- ingar á skipinu hjá honum. Þekli eg að eins tvo þeirra, bræðurna Guðmund og Svein Loflssyni frá Akureyri. Skipið var þarna á hákarlaveiðum, en skipverjar létu lítt yíir veiðinni og höfðu að eins fengið litla hákarla. Við héldum nú áfram förinni til Enskuvikur og lögðumst þar. Er þar hlé fyrir tveim áttum. Eyjan er þar mjóst, en hálend. Eru þar tvö vötn og skilur þau rif frá sjónum. Heita þau nyðra og syðra Laguna. Reyndum við ádrátt í nyðra vatninu — drógum skipsbátinn yfir malarkambinn, sem er 2—300 melra breiður, og hugðum að fá silung í vatn- inu. En sú von brást, því að við urðum ekki varir. Yfirborð vatusins er svo sem meter yfir sjávarflöt, en þrátt fyx-ir það er vatnið alveg ósalt. Úar sem vatnið er dýpst er það 36 metra og aðdýpi mikið. Hjá vatninu er kofi og fyrir framan dyrnar á honum voru nýhöggnar spýtur og mátti af þvi sjá að þar höfðu rnenn vei'ið nýlega. Þarna í vikinni er fuglabjarg og var þar fult af mávum og svartfugli. Æðar- fugl var hvergi að sjá og hvergi þar sem við fórum um sázt nokkur minsti vottur þess að æðarfugl verpti í eynni. Einn ref sáum við, en ekki annað dýra. Lítill snjór var á evnni og i fjarsýn minni heldur en á íslandi. Þar er Bjarn- arfell. Er þar jökull hár, ca. 2500 metra og ganga úr honum ski'iðjöklar á 9 slöð- um alla leið niður að sjó. Við dvöldum i viku hjá eynni og allan þann tíma mátti kallast gott veður og ofsahiti einn daginn. Á eynni er afskaplega mikið af reka- viði og er það eingöngu greni, fura og pitspine, en eigi aðrar trjáviðartegundir. Er það nokkuð mismunandi hvei'nig viðinn hefir rekið að landi. Er sumstað- ar nær eingöngu pitspine, en annai’sstaðar fura og greni. En ákaflega er viður þessi fúinn og kvað svo í'amt að því, að stór tré, sem sýndust mjög heilleg, voru svo fúin innan, að ef við stigum á þau þá brotnaði tréð, eins og það hefði verið eggskurn.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.