Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.08.1918, Qupperneq 20

Ægir - 01.08.1918, Qupperneq 20
140 ÆGIR að okfcur, sem bjargað var þykir það þess vert, að þessa sé einhversstaðar getið, vildi eg biðja ».lígi(( fyrir eftirfarandi línur. Ofannefndan dag var vindur af suð- austri um morguninn, en færðist um hádegi í suður og varð hér um bil logn. Réru þá aliílestir bátar úr Garði, en um það bil er flestir voru komnir á fiski- inið, kvesti á svipstundu svo ofsalega, að við ekkert varð ráðið. Með naumindum tókst þó nokkrum bátum að ná landi fyrir þá sök að þeir voru svo vestarlega, að þeir gátu haft vindinn á kinnung til lands. En fyrir hina, sem áttu að sækja á móti, var ekki annað að gera en að halda upp i svo lengi sem unt var eða að öðrum kosti hleypa undan, sem gert hefði verið upp á veika von, er vindur og sjór fóru vaxandi og nótt fyrir hendi. Þetta var símað inn i Keflavik og þá brugðu við þrír mótorbátar þaðan svo skjótt, að aðdáanlegt var, og björguðu öllum bátunum. En bátarnir voru þessir: Áltæringur með 7 mönnum frá Lambastöðum, ált- æringur með 7 mönnum frá Gerðum, fjögramannafar frá Rafnkelsstöðum, þriggjamannafar írá Meiðastöðum og tvö tveggjamannaför frá Gerðum, öll með samtals 25 mönnum, sem allir gátu fyrir þessa bjálp náttað sig heima hjá sér að kvöldi. En mótorbátarnir sem björguðu voru þessir: »Svanurinn«, formaðnr Árni Geir Þóroddsson, »Framtiðin«, formaður Ingiber Ólafsson og »Sæborgin«, formaður Albert Ólafsson, bróðir Ingibers. Hafa ailir þeir, sem að þessari björgun unnu, unnið það drengskaparverk, sem vert er að minnst sé opinberlega, er likt kemur fyrir, og verðskuldar ógleyman- legt þakklæti okkar, sem að þessu sinni var bjargað, og má þess einnig geta, að ekkert endurgjald vildu þeir taka fyrir erfiði sitt og áhæltu. Viljum við af alhug biðja þess, að yrðu þeir nokkurn tima í líkum nauðum staddir, sem jafnan má búast við á hafinu, þá mætti þeim koma hjálpin jafn skjótt og þeir létu hana í té. Mæli eg þetta fyrir hönd allra þeirra, sem urðu þessarar drengilegu hjálpar aðnjótandi. Einn aj þeim, sem bjargað var. Hvert er hið ákveðna hásetakaup í Reykjavíkur kaupstað? öft birtast auglýsingar i dagblöðunum þess efnis, að háseta vanti á skip, er til útlanda eigi að fara. Auglýsingum þess- um hlýtur að vera sint, því sumar hverfa og aðrar koma í staðinn. Sumir auglýsa eftir matreiðslumönn- um, aðrir eftir stýrimönnum o. s. frv., en hver er taxtinn, hvert er hið fasta kaup? í öllum löndum mun það ákveðið hvert kaup farmanna sé. Danmörk hefir silt hám'ark, England sitt fyrir hina ýmsu flokka stéttarinnar. Viðast eru 3 flokkar háseta á Norður- löndum: Matros, Letmatros og Jungmand. Á Þýskalandi sama flokkun, í Englandi able seaman, ordinarg seaman og boy. Hér er nú ekki lengra komið áleiðis, en að allir sem sjó stunda, að undanteknum yfirmönnum og kyndurum eru kallaðir hásetar, en til þess að menn skilji hvað eg á við, þá kalla eg hér háseta þá, sem kunna öll skipsverk, viðvaninga þá, sem ekki er fullnuma og drengi þá, sem eru að byrja starfið. í öllum sjóborgum er fastákveðið kaup farmanna, yfirmanna, háseta, kyndara, matreiðslumanna og þjóna.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.